Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 40
344
SAGA ÚR SÍLDINNI
EIMHEIÐIN
svo, að sykrið væri ekki af skornum skamti. Karlarnir höfðu
líka keypt sér brennivín á góðu árunum og legið í fylliríi,
hvenær sem guð og hvalurinn leyfðu, en Kata hafði aldrei
getað vanið sig á brennivín. Hún hreinsaði bara spýjuna.
Það var ekki svo að skilja, að þær fáu endurminningar,
sem hún átti um alla sína löngu og regngráu æfi, væru sárar
eða þungar. Fjærri fór því, að hún hefði nokkurn tíma ratað
í það, sem skáldin nefna sorgir. Hún hafði yfirleitt aldrei
orðið fyrir neinu þeirrar tegundar. Hún hafði bara orðið fyrir
miklu af þrefi. Líf hennar alt var eitt óslifið þref, tilgangs-
laust og óskiljanlegt. Það var þrefið í karlmönnunum og
þrefið í kvenfólkinu, þrefið í karlinum og krökkunum, þrefið
í síldarmatsmönnunum og verkstjórunum og seinast en ekki
sízt, helvítis ekkisins þrefið í kaupmanninum, prestinum og
oddvitanum. Nú gat hún þakkað sínum sæla fyrir það eift að
vera orðin heyrnarsljó, svo að hún heyrði ekki lengur í þeim
þrefið. Lífið var ekki annað en tómt þref. Strákarnir hennar
höfðu sumir farið í sjóinn, sumir hinsegin, sumir voru ein-
hversstaðar. Sama máli gegndi um sfelpurnar. Karlinn hennar
hafði hrokkið upp af fyrirvaralaust og eftirvaralaust fyrir fim-
tíu árum og farið lagalega ofan í jörðina, og presturinn hafði
fengið sitt eins og lög stóðu til, ekki síður en kaupmaðurinn.
Hún vissi ekki betur en að hún hefði borgað hverjum sitt.
Og hún vissi ekki betur en að hún hefði skriðið úr bosinu
skuldlaus í morgun, til að vinna fyrir mat sínum alveg eins
og annað fólk, úr því síldin var komin.
4.
Það bregður birtu, og ljósin eru kveikt á bryggjunni. Kven-
iðan yfir glitrandi síldarkössunum heldur enn áfram að leika
í öllum regnbogans litum, og síldin glitrar í geislum raf-
magnsins, fögur eins og gullið í Klondyke — og regnið
drýpur yfir litskrúðið.
Seinustu báfarnir eru komnir inn, það verður ekki farið út
aftur fyr en birtir. En konurnar keppast við að hafa undan
næstu »törn«, og það er nóg starf fyrir höndum í alla nótt.
Skeggjaður fjarðarbúi, sem komið hefur úr einu nótabrúk-