Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 40

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 40
344 SAGA ÚR SÍLDINNI EIMHEIÐIN svo, að sykrið væri ekki af skornum skamti. Karlarnir höfðu líka keypt sér brennivín á góðu árunum og legið í fylliríi, hvenær sem guð og hvalurinn leyfðu, en Kata hafði aldrei getað vanið sig á brennivín. Hún hreinsaði bara spýjuna. Það var ekki svo að skilja, að þær fáu endurminningar, sem hún átti um alla sína löngu og regngráu æfi, væru sárar eða þungar. Fjærri fór því, að hún hefði nokkurn tíma ratað í það, sem skáldin nefna sorgir. Hún hafði yfirleitt aldrei orðið fyrir neinu þeirrar tegundar. Hún hafði bara orðið fyrir miklu af þrefi. Líf hennar alt var eitt óslifið þref, tilgangs- laust og óskiljanlegt. Það var þrefið í karlmönnunum og þrefið í kvenfólkinu, þrefið í karlinum og krökkunum, þrefið í síldarmatsmönnunum og verkstjórunum og seinast en ekki sízt, helvítis ekkisins þrefið í kaupmanninum, prestinum og oddvitanum. Nú gat hún þakkað sínum sæla fyrir það eift að vera orðin heyrnarsljó, svo að hún heyrði ekki lengur í þeim þrefið. Lífið var ekki annað en tómt þref. Strákarnir hennar höfðu sumir farið í sjóinn, sumir hinsegin, sumir voru ein- hversstaðar. Sama máli gegndi um sfelpurnar. Karlinn hennar hafði hrokkið upp af fyrirvaralaust og eftirvaralaust fyrir fim- tíu árum og farið lagalega ofan í jörðina, og presturinn hafði fengið sitt eins og lög stóðu til, ekki síður en kaupmaðurinn. Hún vissi ekki betur en að hún hefði borgað hverjum sitt. Og hún vissi ekki betur en að hún hefði skriðið úr bosinu skuldlaus í morgun, til að vinna fyrir mat sínum alveg eins og annað fólk, úr því síldin var komin. 4. Það bregður birtu, og ljósin eru kveikt á bryggjunni. Kven- iðan yfir glitrandi síldarkössunum heldur enn áfram að leika í öllum regnbogans litum, og síldin glitrar í geislum raf- magnsins, fögur eins og gullið í Klondyke — og regnið drýpur yfir litskrúðið. Seinustu báfarnir eru komnir inn, það verður ekki farið út aftur fyr en birtir. En konurnar keppast við að hafa undan næstu »törn«, og það er nóg starf fyrir höndum í alla nótt. Skeggjaður fjarðarbúi, sem komið hefur úr einu nótabrúk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.