Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 33
eimreiðin
Saga úr síldinni.
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
1.
Nú er síldin komin.
Hún hefur verið burtu í seytján ár, ekki sést að neinu
marki síðan 1909. En í sumar lætur hún náðarsól sína skína
yfir þorpið á ný. Þessi undursamlega dutlungafulla skepna utan
úr djúpinu, það er hún, sem komin er til að reka smiðs-
höggið á örlög mannanna.
Það er síldin, sem gerir menn ríka eða fátæka, ait eftir
geðþótta sínum. Hún er það, sem reisir heil þorp og hleypir
döngun í alt, hún, sem kemur með útlenda kaupmenn í eftir-
dragi, og þeir setjast að í bænum og maka krókinn, og hún
reisir þeim fallega bústaði uppi í hlíðinni. Það er hún, sem
málar verzlunarhúsin þeirra rauð, blá eða græn og lætur
skrautleg spjöld yfir dyrnar. Og fólkið fær nóga vinnu; það
þarf ekki að sofa nema einn tíma í sólarhring, því það fær
bæði tímakaup og premíu, og drengirnir geta farið suður á
skólana, þegar vetrar, en stúlkurnar fá nýja kjóla. Og þurra-
búðarmennirnar kaupa sér pappa til að klæða þurrabúðirnar
sínar, og jafnvel málningu, svo að kumbaldarnir inn með
sjónum leika í sama litskrúðinu og húsin kaupmannsins. Og
kaupmaðurinn bregður á glens við þá, þegar hann mætir
þeim á plássinu.
Og þegar þessu hefur undið fram í nokkur ár, hverfur
síldin. Næturnar eru lagðar eins og að vanda, en nótabát-
arnir koma að lásunum tómum. Það er snurpað og snurpað
dag eftir dag, en ekkert hefst nema illfiski og marglittur.
Þannig líður ár eftir ár, og fjörðurinn er sem tæmdur sjóður.
Ef einhversstaðar fréttist af síld, þá koma þær fréttir af alt
öðru landshorni. Mögru árin koma í löngum röðum eins og
fylkingar af beinagrindum, sem stjáka hljóðlaust í þaranum.
Vfirbragð þorpsins verður dapurra ár frá ári. Sjakketarnir
22