Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 126
430
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreiðin
það, að hún gæti horfið úr landi, en brezku leynilögreglunni
var gert aðvart um för hennar.
„Scotland Vard“ kemur til skjalanna.
Á styrjaldarárunum urðu allir, sem ætluðu að fara frá
Frakklandi til Hollands, að ferðast yfir England. Annað kom
alls ekki til mála. Þegar skipið, sem Mata Hari fór með, kom
til Falmouth, skipaði lögreglan henni að fylgjast með til Lund-
úna, þar mundi hún verða yfirheyrð, með því að hún væri grunuð
um njósnir. Vfirmaður brezku leynilögreglunnar eða »Scot-
land Vard«, sem hún er jafnan nefnd, var þá Sir Basil Thom-
son. í dagbók hans er að finna skýrslu um þessa yfirheyrslu.
Thomson játar, að hann hafi orðið snortinn af framkomu Mötu
Hari, vitsmunum þeim, sem framburður hennar bar vott um,
og af' því, hve skjót og hnyttin hún var í svörum. Honum
tókst ekki að flækja hana eða fá hana á nokkurn hátt til að
játa á sig nokkra ávirðingu, svo henni var að lokum slept og
leyft að halda áfram ferð sinni til Hollands.
Jafnskjótt og Mata Hari var komin til Amsterdam lagði
hún leið sína inn í tóbaksbúð eina, sem maður að nafni Max
Neuder átti. Njósnarar Bandamanna höfðu lengi haft strangar
gætur á þessari búð, því menn vissu, að þar var bréfamiðstöð
margra þýzkra spæjara. Ðréfaskoðararnir vissu, að þeir áttu
verðlaun vís, ef þeir gátu stöðvað bréf, sem árituð voru til
þessarar meinleysislega útlítandi tóbaksbúðar. Undir eins var
gert aðvart til Lundúna og Parísar um þessa heimsókn Mötu
Hari í tóbaksbúðina, og styrkíist nú enn að nýju grunur sá,
er fyrir var. Eftir að hafa heimsótt aðrar’^stöðvar þýzkra
leynilögreglumanna í Amsterdam og Antwerpen, dvaldi rauða
danzmærin um tíma í Þýzkalandi. Mun hún hafa gert nýjar
áætlanir í samráði við yfirboðara sína þar.
Um þetta leyti höfðu Þjóðverjar margvísleg óþægindi af
njósnarstarfsemi Bandamanna í Belgíu. Njósnarafjöldinn var
gífurlegur, enda gátu Bandamenn fengið svo að segja hvern
einasta belgiskan þegn í herteknu héruðunum til þess að
njósna tyrir sig. Óbreyttir bændur gerðu það, sem þeir gátu.
Mentaðir menn, eins og Lacroix dómari, komu ennþá meiru