Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 38
342
SAGA ÚR SÍLDINNI
eimreiðin
skeggi á hökunni. Hendurnar eru slyttislegar, horaðar og
hnýttar af elli, þær eru eins og gamlar tuskur, og það verkar
jafnótrúlega á mann eins og kraftaverk eða helgisaga, að
slíkar hendur skuli fá haldið á hníf. Og samt hafa þessar
gömlu hendur verið að kverka síðan í morgun klukkan sex.
Hún fór níræð upp úr körinni í morgun klukkan sex, og
hefur haldið áfram að kverka í allan guðslangan dag. Hún
hefur ekki mælt orð frá vörum í allan dag og hvorki litið til
hægri né vinstri, en samt hefur kún ekki kverkað nema einar
þrjár tunnur, bara einar þrjár tunnur, samtals tvær krónur
tuttugu og fimm. Þessi aumingi ætti svo sem skilið að fá
premíu, þó ekki væri nema fyrir hvað hún er gömul, en hún
fær enga premíu.
Hún er gömul síldarkona héðan af fjörðunum og kverkaði
stundum fjörutíu tunnur á dag og fékk premíu. En í dag
stendur undirpakkhúsmaðurinn upp við tunnuhlaðann og hefur
ort vísu, sem flýgur mann frá manni um alla bryggjuna:
Kemuröu upp úr körinni, Qaman er aö kverlia.
Kata mín I Vörinni? Sú kann nú til verka.
Þessi vísa mun heyrast sungin um allan bæinn á hverjum
sunnudegi héðan í frá. Enginn man lengur eftir því, þegar
Kata gamla í Vörinni fékk premíu; enginn man svo langt, er
hún var í hvalnum, hvað hún þótti liðiæk, hvað hún var eftir-
sótt, hvað hún skákaði oft Jónasi spámanni, sem var í hvaln-
um þrjá daga og þrjár nætur og ekkert gekk, — og hvað
hún átti fult hús af börnum. Hún átti fult hús af börnum eins
og títt var um fátækar hvalkonur, því þær urðu svo frjósamar
í nánd við þessa stóru fiska, en á elliárum hafðist hún nú
við hjá einum sona sinna, bláfátækum þurrabúðarmanni í firð-
inum og konu hans. Arum saman hafði hún þreyð síldina,
eins og heilög kona, sem bíður eftir sínum lausnara í hans
blessaða húse. Og nú er síldin komin.
I mörg ár hafði hún horft upp á sonarbörn sín koma í
heiminn til þess að lepja sama dauðann úr sömu skelinni.
Barnungarnir koma í heiminn rétt eins og hvítir skýhnoðrar,
sem verða til af sjálfu sér í heiðríkjunni og enda með rign-
ingu. Og hún átti eina vinkonu, sem var niðursetningur uppi
á Jökuldal. Þær höfðu vakáð saman í hvalnum og drukkið