Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 89
eimreiðin
DR. ANNIE BESANT
393
að verzla, á stjórnarárum Akbars keisara og síðar, eiga ekki
orð til að lýsa skrautinu og viðhöfninni, sem þá var í landinu.
Eftir hálfrar annarar aldar stjórn Englendinga er indverska
þjóðin sokkin niður í hróplega eymd, fátækt og þekkingar-
leysi. Samkvæmt skýrslum enskra umsjónarmanna, er fátækt
þeirra, sem á landbúnaði lifa, alveg ótrúleg. Fullyrða þeir, að
helmingur þeirra viti ekki, hvað það er að fá sig saddan.
Bændurnir flykkjast til borganna til að leita sér atvinnu, því
jörðin gefur ekki nóg af sér til lífsviðurværis og skattgreiðslu.
Skattarnir eru sem næst 50°/o af tekjum bænda. Eru þeir
areiddir með lánsfé, og gera bændur oft ekki betur en að
areiða að eins vextina. Sökkva þeir því dýpra og dýpra í
skuldir. Auður og allsnægtir Indverja áður fyr var að miklu
leyti að þakka iðnaðinum. Indverskur vefnaður var þá víða
þektur, og þótti öllu ágætari af því tagi. Nú hefur indversk-
um iðnaði verið útrýmt, að miklu leyti, með innflutningi verk-
smiðjuiðnaðar frá Evrópu. Tilraunir þær, sem gerðar hafa
verið til að koma upp innlendum iðnaði með nýtízkuvélum,
hafa verið kæfðar í fæðingunni af ensku stjórninni, með
skattaálögum. Helmingur af allri bómull, sem ræktuð er í
tandinu, er nú fluttur út óunninn, einn fjórði hluti er fluttur
út, sem þráður — aðeins einn fjórði hluti er unninn í land-
inu sjálfu.
Meðan Indverjar stjórnuðu sér sjálfir, var öllum veitt ó-
heypis kensla. Skólarnir voru kostaðir af landsins fé og frjáls-
nm gjöfum efnamanna. Við aðrar mentastofnanir fengu nem-
endur ókeypis fæði, húsnæði og fatnað. Tagore hefur lýst því
’ Htum sínum, að stórskógarnir, en ekki stórbæirnir, hafi áður
yerið menningarmiðstöð landsins. Á skógarháskólunum hittust
hennarar af guðs náð og lærisveinar þeirra, í kyrð skóganna.
Samlífið við náttúruna vakti til lífs blundandi öfl í sálum
niargra Indverja, sem bjuggu sig þarna undir lífið.
Svo aumlega er nú mentamálum Indlands stjórnað af menn-
’ngarþjóðinni Bretum, að til skamms tíma hefur það verið
talið, að aðeins 6 af hundraði væri læsir. Um aldamótin
síðustu voru það Rússar, sem voru lakast mentaðir allra
Evrópuþjóða. Þar voru þá 25 læsir af hundraði. Tala skóla-
barna á Indlandi er um 8 miljónir. Ef skólaskylda væri þar,