Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 63
EIMREIÐIN
Geimfarir og gosflugur.
Allar uppgötvanir — svo sem gufuvélin, síminn, glóðar-
íampinn, flugvélar, talmyndir, útvarp — hafa eitt sinn verið
draumar — aðeins draumar manna, sem áræddu að trúa á
bá. Nú eru þessir draumar orðnir að veruleik, og enginn
furðar sig á þeim framar, þótt þeir væru af mörgum taldir
markleysa áður. En nýir draumar fæðast — og rætast.
A vorum dögum er að myndast ný vísindagrein, sem kalla
uiætti geimfara- eða hnattsiglingafræði á íslenzku (astronautics).
Að vísu eru þessi efni skamt á veg komin, og engum hefur
enn tekist að komast svo mikið sem til tunglsins, en þau eru
komin það áleiðis, að þau eru að færast af draumastiginu
Vfir á tilraunastigið, og mega því með réttu vísíndi kallast,
en þess að þeim göfugu fræðum sé minkun gerð. Vélfræð-
'ngar, stjarnfræðingar og eðlisfræðingar iðka þau í fullri al-
v°ru. I sumar sem leið var mikið um það rætt í erlendum
blöðum, að þýzkur eðlisfræðingur einn, Hermann Oberth pró-
fessor, væri að smíða gosflugu (rocket), sem hann ætlaði að
senda til tunglsins innan skams. Hann hefur þegar lokið við
fyrirmynd að slíkri flugu. í henni eru mælitæki, sem sýna
nákvæmlega samsetningu gufuhvolfs þess, sem flugan fer um.
^egar aflvélarnar í flugunni eru útgengnar og mælitækin hafa
unnið sitt starf, opnast fallhlíf af sjálfu sér utan á henni, sem
a geta flutt hana farsællega aftur í höfn á jörðunni. Oberth
Prófessor telur þessa forsmíð sína eiga að leiða í Ijós leynd-
ardóma þá, sem fólgnir eru á yfirborði lofthafs þess, er lykur
uni jörðina. Á flugvél hafa menn ennþá ekki komist hærra
en 13 — 14 kílómetra, en mannlausa loftbelgi hefur tekist að
Senda hæst 35 kílómetra upp í loftið. Oberth prófessor telur,
að forsmíð sín að gosflugunni geti komist í 100 kílómetra
hæð, og ef tilraunin gangi vel, megi gera ráð fyrir að innan
skamms muni takast að komast alla leið til tunglsins. Ennþá
hefur þó ekki orðið úr reynsluför Oberths.