Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 117
EIMREIDIN
FRÁ LANDINU HELQA
421
henni alt fram á árið 1917, en 9. dezember það ár tekur
her bandmanna borgina. Þannig er eins og böluun hafi hvílt
yfir þessari borg, þar sem einn örlagaríkasti harmleikur ver-
aldarsögunnar fór fram fyrir 1900 árum.
A hverju ári streyma þúsundir pílagríma og ferðamanna til
]erúsalem til þess að sjá þenna söguríka stað. Flestir þeir staðir,
sem tengdir eru við æfisögu Jesú, eru þarna enn óbreyttir og
með sömu nöfnum eins og á hans dögum. Olíufjallið, Get-
semanegarður, Hedronslækur, Golgata eru staðir, sem allir
ferðamenn leita uppi, er til Jerúsalem koma. Enda þótt forn-
fræðinga og sagnfræðinga kunni að greina á um, hvort réttar
séu heimildir að sumum minjunum frá Krists dögum, sem
M sýnis eru þarna í borginni, dregur það lítt úr aðsókn
teirra trúuðu: >Traditionin« ræður hér meiru en sagnfræðin,
°2 mesta tekjulind borgarbúa er aðsókn ferðamanna og píla-
Qfíma, til að sjá þessar minjar og jafnvel kaupa einhverjar
beirra, til þess að hafa heim með sér.
Einhver fegursta bygging í Jerúsalem er kirkja ein, sem
feist er þar sem gröf Krists á að hafa verið. Enginn staður
\ hinum kristna heimi hefur á sér aðra eins helgi og þessi.
I grafhvelfingunni eru tvö lítil herbergi. Fremra herbergið
6r englakapellan svonefnda. Þar eiga englarnir að hafa birzt
konunum upprisudagsmorguninn. í innra herberginu er gröfin
sjálf. Til þessa helga staðar streyma árlega þúsundir píla-
9ríma úr öllum áttum heims.
I hvert skifti sem líður að jólum kemur æfintýrið um hann,
sem kom til að flytja frið á jörðu, fram í hugann með nýjum
slyrk. Fegursta æfintýrið á einnig fegursta umhverfið. Landið
helga er fagurt land enn í dag, eins og það var á Krists
dögum. En fegurst er mvndin frá Betlehemsvöllum, þar sem
fjárhirðarnir vaka yfir hjörð sinni, sveipaðir skærri birtu frá
herskörum himnanna, sem boða komu frelsarans og syngja
guði dýrð og jörðunni frið.
Sv. S.