Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 129
EIMREIÐIN
Tvær sænskar bækur um ísland.
ttjalmar Lindroth: ISLAND MOTSATSERNAS Ö, Stockholm 1930.
E/nar Fors Bergström: ISLAND I STÖPESLEVEN, Stockholm 1930.
Það er langt síðan útlendingar hafa skrifað jafngóðar bækur um ís-
*and og þessar eru. Báðar bera þær vott um vaknandi áhuga Svía á
v°fum málum, og mun að nokkru leyti mega rekja hann til þúsund-
ara-afmælisins. I báðum er sjónarmiðið að miku leyti hið sama: and-
^tæður og viðureign hins nýja og hins gamla í þjóðlífi voru, og báðar
eru þær rita5ar af góðvild, sjálfstæðum skilningi og sannleiksást. Þó er
hvor með sínum hætti. Dr. Hjalmar Lindroth er prófessor í Norður-
'andamálum við Gautaborgar-háskólann og merkur vfsindamaður. Hann
•alar vel íslenzku og ferðaðist hér um Iand sumarið 1926. Dvaldi hann
Um tíma hjá séra Jóni Þorvaldssyni á Stað til að kynnast sem bezt ís-
lenzkum sveitarháttum. Hefur hann síðan flutt erindi um ísland, bæði
v‘ð Gautaborgar-háskóla og verkamannastofnunina þar í borg. Hefur bókin
vaxið upp af þeim fyrirlestrum. Kveðst höf. hafa ætlast til, að hún yrði
efni til einskonar handbók um íslenzka menningu og þó auðlesnari
en slíkar bækur eru að jafnaði. Það hefur tekist ágætlega. Bókin er fuil
al fróðleik og þó skemtileg. Hvervetna kemur fram gætni og gerhygli
Vlsindamannsins, en um Ieið persónuleg alúð og hlýja.
Höf. lýsir ekki náttúru landsins, nema að því leyti sem hún snertir beint
a*vinnuvegi og lifnaðarhætti þjóðarinnar. Hann segir frá þjóðinni sjálfri
°9 menningu hennar, líkamlegri og andlegri. Þykir honum hvorttveggja
afllVglisvert, ekki sízt fyrir þá sök, að íslendingar hafa til síðustu tíma
Varðveitt betur en nágrannaþjóðirnar forna hætti, sem nú eru óðum að
reVtast og hverfa fyrir aukin sambönd við önnur Iönd, svo baráttan milli
11ns Samla og hins nýja, í sumum efnum milli hins rammforna og spánnýja,
er hér greinilegri en víðast annarsstaðar, en alstaðar er hér spurning um
Paö, hverju skal halda og hverju sleppa, hvar á að reisa á fornum
9rnnni og hvar á nýjum, eða hvernig á að vefa saman fornt og nýtt. Frá
essu sjónarmiði lítur hann svo á hvern þátt menningar vorrar fyrir sig,
|'ema stjórnmálin, er hann telur erfitt fyrir útlending að átta sig á, og er
sízt Iáandi. Víkur hann fyrst að þjóðinni sjálfri, kynstofninum, fólks-
28