Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 23
eimreiðin
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
327
Obein smitun kallast það, þegar sýkillinn berst manna á
milli með dauðum hlutum. Hún er mikið sjaldgæfari en hin.
Þannig geta menn sýkst við að nota óhrein matartæki sjúk-
lings (gaffla, skeiðar), af reykjarpípum, blásturshljóðfærum,
leikföngum, sem sjúkir hafa notað, o. s. frv.
Þegar smitun hefur átt sér stað, líður venjulega nokkuð
langur tími, 3—4 vikur, áður en sjúklingurinn verður nokkurs
var. Fyrst eftir þann tíma koma hin fyrstu sjáanlegu sjúk-
dómseinkenni fram: lítill, rauður upphleyptur blettur, sem
brátt dettur sár á. Sárið smástækkar og nær eftir fáa daga
fullri stærð, venjulega 1—2
eyringa stórt. Jafnframt því
sem sárið dettur á, myndast
undir því harður fótur, sem
auðkennir syfilis-sár frá öðr-
um, frumherzlið. Skömmu
eftir að sárið er komið fram,
fara næstu eitlar að bólgna.
Þannig bólgna náraeitlar, ef
sárið er á kynfærunum, háls-
og kjálkabarðseitlar, sé það
á vörum, o. s. frv.
Þessi frumsæri eru að vísu lengur að gróa en venjuleg sár,
en gróa þó smám saman, jafnvel þó ekkert sé við þeim gert.
Herzlið helzt þó lengi eftir að sárið er gróið.
Meðan á þessu stendur er almenn líðan sjúklingsins óbreytt,
og þegar sárið grær og eitlaþrotinn minkar, hyggur sjúkling-
urinn sig oft úr allri hættu, en einmitt á þessum tíma er
sjúkdómurinn að grafa um sig, sýklunum fjölgar óðfluga og
streyma nú með blóðinu út í öll líffæri líkamans.
Þetta fyrsta stig sjúkdómsins nefnist frumstig.
Frakkneski húð- og kynsjúkdómalæknirinn Ricord (1800—
1889) skifti fyrstur sjúkdómnum í 3 stig: frumstig, miðstig og
lokastig, og hefur sú skifting haldist fram á vora daga, þó að
síðari tíma rannsóknir hafi leitt í ljós, að hún sé mjög hæpin,
°2 að eiginlega finnist engin glögg mörk á milli þessara 3ja
stiga, heldur sé sjúkdómurinn óslifin barátta milli líkamans
annarsvegar og sýklanna hinsvegar.