Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 30
334
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
EIMREIÐIN
Stundum kemur það þó fyrir, að barnið nær fullum þroska,
og sjúkdómurinn gerir fyrst vart við sig eftir fermingaraldur.
Fátt er jafn hörmulegt og það, þegar ávirðing foreldranna
bitnar á saklausum börnunum, og það er því heilög skylda
hverrar konu, sem hefur sýkst af syfilis og verður barnshaf-
andi, að snúa sér til Iæknis straks í byrjun meðgöngutímans.
Geri hún það, og fái þá straks rækilega meðferð, tekst ná-
lega alt af að bjarga afkvæminu frá sjúkdómnum. Eg endur-
tek þetta, og bið hverja íslenzka
móður, sem hefur orðið fyrir því
óláni að fá þennan sjúkdóm, að
hafa þetta hugfast. Hver vika í
byrjun meðgöngutímans er dýrmæt
fyrir líf barnsins, og sé sá tími
ekki samvizkusamlega notaður,
hefnir það sín grimmilega.
Mestu sálarkvalir, sem ég hef
horft á í lífinu, eru þær, sem slíkar
mæður hafa orðið að líða fyrir hin
sjúku og afskræmdu afkvæmi sín,
sem þær sjálfar þora varla að
snerta á né sjá.
Lækningin. Alt fram á síðustu
öld þektu menn ekki aðra lækningu
við þessum sjúkdómi en kvikasilf-
urslyf, sem oftast var núið inn í hörund sjúklingsins. Mikii
bót var oft að kvikasilfrinu, en því miður tókst sjaldan að
uppræta sjúkdóminn alveg. Sjúklingnum batnaði í bili, en oft-
ast gerði sjúkdómurinn fyr eða síðar vart við sig aftur í ein-
hverri mynd.
Uppgötvun Erlichs, salvarsanið, rná því telja einn hinn
merkasta viðburð í sögu Iæknisvísindanna, því með því tekst
nálega alt af að lækna syfilis, sem ekki er kominn á loka-
stigið.
Eg ætla hér ekki að fara frekar út í meðferð sjúkdóms-
ins og framkvæmd hennar, aðeins vekja enn athygli á, að
með hinum fullkomnu nútíma lækningaaðferðum er sjúkdóm-