Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
325
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1 1928
Syfilis 30 23 22 20 31 32 34 26
Leltandi 192 198 259 141 258 340 ' 348 407
Af þessu sést, að á þessu tímabili hefur syfilis staðið í
stað, en lekandi aftur á móti aukist mjög ört, og er nú svo
komið, að það er orðið hlutfallslega jafnmikið af lekanda hér
í Reykjavík og í Kaupmannahöfn.
Þó að syfilissjúklingarnir séu að vísu ekki margir á ári, þá
eru þó 30 nýir sjúklingar hvert ár töluvert fyrir okkar fá-
mennu þjóð, og þegar þess er gætt, hve þetta er illkynjaður
og næmur sjúkdómur, og því mikið í húfi, ef hann nær hér
útbreiðslu, verður það aldrei fullbrýnt fyrir mönnum að gæta
ítrustu varúðar í umgengni við fólk, sem menn ekki vita full-
komin deili á, einkum útlendinga.
Háttur veikinnar. Syfilis er í eðli sínu margbreyttari
en nokkur annar sjúkdómur. Hann getur lagst svo að segja
á öll líffæri og komið fram í hinum ólíkustu myndum. Af
þeirri ástæðu hefur syfilis, og það með réttu, hlotið nafnið
Proteus (hamskiftingur) sjúkdómanna.
I fleiri aldir var mönnum ljóst, að syfilis orsakaðist af sýkl-
um, sem bærust af einum manni á annan. Fjöldi lækna og
vísindamanna reyndu að finna sýkilinn, og ófal tilgátur höfðu
komið fram, þar til hinum heimsfræga vísindamanni, dýra-
fræðingnum Schaudinn, tókst árið 1905 að færa fullar sann-
anir fyrir, að veikin orsakaðist af örsmáum gormlaga sýklum,
spirochaete pallidæ. Samverkamaður og hægri hönd Schau-
dinns við þessar miklu rannsóknir var próf. Hoffmann
> Bonn.
Sýkillinn er hárfínn skrúfulaga þráður, sem tekur afarilla
litun og sést því einungis í hinum fullkomnustu smásjám.
Bezt er að nota svokallaða rökkursjá, þar sem geislarnir frá
smásjárlampanum kastast út til hliðanna, svo að rökkur verð-
ur yfir sjálfu sjónsviðinu, ef ekkert hindrar geislana í að