Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 51
eimreiðin
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
355
Hér skal tekin upp sem sýnishorn þjófastefna, sem er
varðveitt í handriti:1)
uÞjófur, ég stefni þér meö sterkri stefnu, sem guö faðir stefndi meö
fjandanum tJr paradís og í helvíti, nema þú heimfærir stuld þann, er þú
slalst frá mér. Eg stefni þér heim aftur með stuld þann, er þú stalst frá
mér fyrir magt og kraft eftirfylgjandi orða. Segi ég þig nú bölvaðan
meö hvert slag, sem þú á jörðunni hrærist, nema þú heimfærir stuld
þann, er þú stalst frá mér. Sértu bölvaður, vakandi, nema þú heimfærir
stuldinn etc. Vertu bölvaður, sofandi, nema þú heimfærir stuldinn etc.
Vertu bölvaður sitjandi og standandi, nema þú heimfærir stuldinn etc.
^ertu bölvaður gangandi, nema þú heimfærir stuldinn þann, er þú stalst
ffá mér. Vertu bölvaður, hvar sem þú ert staddur, nema þú heimfærir
stuldinn þann, er þú stalst frá mér. Meini þér og ami vondir og góðir
andar og allir kraftar nokkurn frið að hafa. Særi ég og neyði sjálfan
djöfulinn þér alla ánauð veita, nema þú heimfærir stuld þann etc. Verði
þessi orð þér að eilífri tálman. Set ég þessi orð þér til fortöpunar:
„Demon Casa Demon Tui ex mon mon““. —
III.
Þá hefur lítillega verið minst nokkurra helztu tegunda af
íslenzkum særingum og örfá sýnishorn tekin upp til frekara
skilningsauka. Ekki verður hér fengist við að rekja uppruna
hessara særinga né reynt til að ákvarða aldur þeirra. Slíkt er
naumast tímabært, meðan íslenzkar særingar eru óprentaðar á
víð og dreif. Þó skal það tekið fram, að sennilegt má þykja, að
flestar íslenzkar galdrasæringar sé frá 17. öld eða nokkuð
eldri, og má ætla, að sumar þeirra sé annaðhvort þýddar úr
óðrum málum eða soðnar saman eftir erlendum fyrirmyndum.
Qaldratrú Islendinga náði hámarki sínu á 17. öld, og hefur
t>á vafalaust verið allmikið um særingagerð og særinganotkun
t'ár á landi. Þá virðist særingasmíð þjóðar vorrar hafa lagst
1 miög svo íslenzkan farveg í orða- og efnisvali. En jafnframt
^efst hér þá særingagerð, sem vart mun eiga sinn líka með
öðrum þjóðum með þeim hætti, að nokkur íslenzk skáld taka
S19 til og yrkja mögnuð særingakvæði.
Það er mjög athyglisvert, að galdrastarfsemi íslendinga
sÞyldi taka hina fornu þjóðaríþrótt, skáldskapinn, í þágu sína,
!) Meðal annars í Lbs. 977, 4to, bls. 27.