Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 93

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 93
EIMREIÐIN DR. ANNIE BESANT 397 »New India« flutti greinar með fyrirsögninni: »Hvernig Ind- land barðist fyrir frelsi sínu«. Þær komu seinna út í bókar- formi og vöktu gremju á Englandi, því þar var ástandinu lýst eins og það var. Það vildu Englendingar ekki heyra. 1914 fór dr. Besant til Englands og stofnaði þá »Heima- stjórnarnefnd* til að vinna fyrir Indlandsmál á Englandi. 1. jan. 1915 var Madras-parlamentið stofnað, og var dr. Besant kosin forseti þess. Var það málfundafélag með þing- ræðisreglum. Þannig þjálfaði dr. Besant þjóðina, með óþreyt- andi elju, til að gera hana hæfa fyrir kröfur stjórnmálalífsins. Þegar stríðið skall á, gleymdu Indverjar öllum móðgunum, fóru og börðust við hlið Englendinga og blönduðu blóði með þeim á vígvellinum. En heima á Englandi lýsti Asquith því í ræðum sínum fyrir Englendingum, hvernig þeim mundi geðj- ast að, ef Þjóðverjar sætu í æðstu embæltum landsins, stýrðu stjórnmálum þess, heimfuðu skatta og gæfu út lög og fór um það mörgum orðum, hve óþolandi læging það væri að lúta útlendri stjórn. En orð hans fóru eins og eldur í sinu um alt lndland. Indverjum varð það þá fyllilega ljóst, hver læging fylgdi ánauð þeirra. Og dr. Besant skrifaði og hélt fyrirlestra og hvatti þjóðina til að þola ekki ánauð lítillar eyju langt norður í hafi. Indland ætti menningu, sem næði árþúsundir aftur í tímann — menning hvítu þjóðanna væri afsprengi ind- verskrar menningar. Ef Indverjar væri ekki of góðir til að láta lífið fyrir England — þá hefði þeir einnig rétt til að vera jafningjar þeirra í sínu eigin landi. Heima á Englandi þótti ýmsum láta nokkuð hátt í heima- stjórnarmönnum Indlands. Var þá gripið til þess úrræðis að banna dr. Besant að tala og rita um stjórnmál. Voru henni boðnir tveir kostir: að hætta stjórnmálastarfi sínu á Indlandi eða að fara í gæzluvarðhald* Dr. Besant sveik ekki málefni Indlands, enda þótt hún hefði Setað keypt sér frelsi með því. I ávarpi til indversku þjóðar- innar, sem hún birti í »New India«, skrifar hún m. a. þetta: »Að vera svift frelsinu — og með því réttinum til að þjóna, sem er hið eina, sem gefur lífinu gildi — að vera svift ná- lægð þeirra, sem ég elska, er verra en dauðinn. En að halda frelsinu og nálægð þeirra, sem ég elska, en lifa áfram sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.