Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 88

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 88
392 DR. ANNIE BESANT EIMREIÐIN ríkinu, eins vaxi æðri verur upp úr mannríki — yfirmenni. Margir vilmenn og spekingar hafa aðhylst þá skoðun, bæði fyr og síðar. Þetta er kenningin um Mahatmas — yfirmenni, sem svo marga hneykslar. — Og þegar dr. Besant gaf þá yfirlýsingu, eftir lát frú Bla- vatsky, að hún hefði tekið á móti bréfum frá þessum yfir- mennum, sem hún hafði komist í samband við, þá vakti það fádæma eftirtekt á Englandi. Þessi yfirlýsing hennar vakti meiri eftirtekt á guðspeki en allar bækur og starf frú Bla- vatsky hafði gert áður — því einlægni dr. B., drengskapur og sannleiksást var löngu viðurkent. Hún sagði sjálf í ræðu sinni, þegar hún kvaddi fríhyggjumennina, að jafnvel örgustu óvinir sínir mundu ekki bera sér á brýn óeinlægni eða ósannsögli. Og hún hafði rétt að mæla. Traust það og virðing, sem dr. Annie Besant hafði eign- ast, vegna starfs síns með þjóðinni, var meira en svo, að nokkrum manni dytti í hug að bera henni á brýn annað en hreinar og drengilegar hvatir. Englendingar sýndu þá, sem oftar, að þeir kunna öðrum fremur að meta drengskap og hreinskilni. Þótt landar dr. A. Besant hafi nú viðurkent, hve mikla þýðingu stjórnmálastarfsemi hennar hafi haft þar í landi, er þeim þó að líkindum ekki enn ljóst hver afrek hún hefur unnið í stjórnmálabaráttu Indverja. Því þar hefur hún þurft að berjast á móti þeirra eigin hagsmunum. Englendingar hafa nú stjórnað Indlandi í nálægt því 160 ár. En Indverjar eru elsta núlifandi menningarþjóð í heimin- um, Vmsar sannanir eru til fyrir því, að menning þeirra nái 7000 ár aftur í tímann. Eru fornbókmentir þeirra einhver veigamesta sönnun þess. Þó nær saga þeirra ekki lengra aftur í tímann en 2500 ár. Kínverskir fornhöfundar og grískir hafa lýst þjóðinni og látið mikið af velgengni hennar og auð- legð áður fyr, og mannkostum landsmanna. Velgerðarstofnanir, svo sem sæluhús, voru þá rekin fyrir almannafé. Aveita var um alt landið, og nutu allir jafnt þeirra hlunninda. Landeigendur guldu V12—J/6 af afurðum landsins til ríkisins og höfðu þá ágæta afkomu. Ferðamenn frá Evrópu, sem fóru þangað til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.