Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 38
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
markmið stjómvalda, hefðbundnar áherslur á jafnrétti og mannrækt og orðræðuna um
kyngervi en upplifa um leið mikla spennu, átök og jafnvægisleysi. Að síðustu eru svo
þær sem tekst að samhæfa það að vera kvenstjómendur eða orðræðuna um kyngervi og
áherslur yfirvalda á árangur og skilvirkni þannig að árekstrar verða fáir og þeim líður
vel í starfi.
Þó að þama sé greinilega um einstaklingsáherslur að ræða má einnig sjá að vand-
inn er mismunandi eftir skólastigum. A neðri skólastigum þar sem konur em meirihluti
starfsfólks er í lagi, og allt að því nauðsynlegt, að staðsetja sig sem konur, en árekstrar
skapast við það að vera jafnframt viðurkennd sem stjómandi með áherslu á skilvirkni
og árangur. Þetta er þó óðum að breytast í leikskólum samkvæmt viðmælendum. Vand-
inn í starfi snýst þó meira um að vera viðurkenndur sem stjómandi en sem kona. í
gmnnskólanum em árekstramir hvað skýrastir, m.a. vegna þess að skilvirkniáherslurn-
ar em betur skilgreindar með árangri í innra starfi (samræmd próf) en takmarkast ekki
við árangur í rekstri eins og reyndin er enn að mestu í leikskólum. Aherslur á umhyggju
og mannrækt eiga sér langa faglega hefð meðal undirmanna eða kennara sem byggja á
sterkri fagvitund og lögbundnum markmiðum skólastarfs. Að auki stangast hefðin fyr-
ir karlskólastjórum á við vaxandi jafnréttisvitund kvenna þannig að kvenskólastjórar
finna bæði stuðning og andstreymi í reynd meðal undirmanna, samstarfsmanna og for-
eldra. A efri skólastigum er þessu öfugt farið. Þar er starf stjórnandans viðurkennt sem
og áherslan á árangur og skilvirkni, en stofnanamenningin er þannig að erfiðara er að
staðsetja sig jafnframt sem kona eða í orðræðunni um kyngervi án árekstra. Því er sterk
tilhneiging til að afneita mikilvægi kyngervis á yfirborðinu þó að viðtölin bendi til að
það skipti í raun máli, bæði til að ná árangri sem góðir stjómendur og til að líða vel í
starfi (Goffe og Jones, 2000).
Þó að ekki verði lagt mat á árangur viðmælenda minna sem stjórnenda virðist ljóst
að þeim sem tekst að samhæfa kröfur yfirvalda eða orðræðuna um skilvirkni eigin sýn,
skilningi og tilfinningum varðandi starfið, líður best og hafa mestar líkur til að ná góð-
um árangri. Það getur gerst með því að samhæfa þau sjónarmið sem hér hafa verið rædd
eða að setja inn stjómendur sem trúa blint á árangursmælingar yfirvalda. Síðamefnda
aðferðin getur hugsanlega gengið á efri skólastigum, en á þeim neðri er hætt við mikilli
andstöðu nema tryggt verði að viðmiðin um árangur verði skilgreind á víðtækari hátt en
þau sem endurspeglast í hefðbundnum samræmdum prófum. Fróðlegt verður að fylgj-
ast með hvers eðlis árangursmælingar verða, bæði í gmnn- og leikskólum, samanber
hugmyndir Dóm sem leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa ekki einhliða mælikvarða.
Lokaorð
Ekki verður gerð tilraun til að alhæfa út frá þessari rannsókn. Litið er á niðurstöður
sem aðstæðubundna þekkingu. Tilgangurinn er fyrst og fremst að gera raddir kven-
stjómenda sýnilegar og varpa ljósi á hvemig orðræðan um stjórnun mótast af skilvirkni
og kyngervi í íslenskum menntastofnunum, óháð tilraunum til meginskýringa.
Víða um heim er verið að prófa sig áfram með árangursstjórnun í menntamálum í
samræmi við markaðshagkerfi stjómmálanna, án þess að jafnvægi hafi enn fundist á
milli skilvirkni, jafnréttis og umhyggjusjónarmiða (Wieringen, 1999). Áherslan á skil-
36