Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 114
NÁMSÁRANGUR FRAMHALDSSKÓLANEMA Í ENSKU
í prófinu voru þrír meginprófþættir: Hlustun, lesskilningur og ritun (1. tafla). Af
fjárhagsástæðum var færni nemenda í að tala á ensku ekki metin. Hver námsþáttur
samanstóð af tveimur eða fleiri verkefnagerðum. Með því að nota mismunandi verk-
efni í hverjum námsþætti var hægt að meta ólíka undirþætti hvers námsþáttar og
jafnframt að tryggja breidd í þyngdarstigi verkefna.
Hlustun. Verkefni í námsþættinum hlustun voru spiluð af segulbandi fyrir nem-
endur. Hlustun A var fyrirlestur en hlustun B var samtal tveggja kennara. í báðum
hlutum var efninu skipt í tvennt. I hlustun A var fyrri helmingur fyrirlestrarins spil-
aður tvisvar og síðan svöruðu nemendur spurningum um hann. Síðari helmingur
fylgdi síðan á eftir. Eins var farið með framkvæmd í hlustun B. í hlustun A voru 11
krossaspurningar. I hlustun B áttu nemendur að skrifa stutt svör við 9 spurningum.
Lesskilningur. Þrenns konar textar voru notaðir til að meta lesskilning: (A) tækni-
legt efni, (B) efni almenns eðlis (úr dagblaði), og (C) fræðilegt efni. Þar að auki var
orðskilningur metinn sérstaklega. I lesskilning A voru 9 krossaspurningar notaðar til
að prófa skilning nemenda á efni textans, 11 krossaspurningar í B og 10 eyðufylling-
ar í C. Orðskilningur nemenda var metinn með 14 krossaspurningum. Verkefni nem-
enda var ýmist að krossa við orð eða hugtak sem vantaði inn í setningu eða krossa
við samheiti undirstrikaðs orðs eða hugtaks í setningu.
Ritun. Tvö verkefni voru notuð til að meta ritun. Auk þess var stafsetning og
málfræði metin sérstaklega.
I ritun A áttu nemendur að tengja saman þrjár stuttar málsgreinar í eina máls-
grein. Gefin voru þrjú stig fyrir rétt myndaða málsgrein en dregið eitt stig frá fyrir
hverja villu.
I ritun B áttu nemendur að skrifa bréf til ritstjórnar dagblaðs. Við mat á ritun B
var stuðst við tvö meginviðmið: (1) Uppbyggingu ritsmíðar og röksemdarfærslu, (2)
málfar. Við mat á uppbyggingu og röksemdarfærslu var tekið mið af því hvort rit-
smíðin byrjaði með inngangi að meginefni hennar, skoðun látin í ljós, hún rökstudd
og hvort hún endaði með niðurlagi. Við mat á málfari var tekið mið af orðaforða,
ýmsum málfræðilegum og setningafræðilegum atriðum.
Mat á verkefnum í ritun A og B var vandasamt og krafðist nákvæmra mats-
reglna. Ráðnir voru sex sérfræðingar í ensku til að meta verkefnin. Tveir sérfræðing-
ar mátu hvert verkefni. Þegar matsmennirnir tveir gáfu ekki sömu einkunn fyrir
sama ritunarverkefni var farið yfir misræmi af þeim báðum ásamt höfundi prófsins
og sameiginleg niðurstaða fengin.
Stafsetning var metin með eyðufyllingum. Texti var lesinn upp af segulbandi í
tvígang og áttu nemendur að skrifa tiltekin orð á svarblöð sín. Nemendurnir höfðu
textann sem lesinn var upp af segulbandinu fyrir framan sig, fyrir utan þau orð sem
þeir áttu að skrifa.
Málfræði var metin með 14 krossaspurningum. í hverri spurningu reyndi á
þekkingu nemenda á tilteknum málfræðiatriðum.
Einkunnir. Nemendur fengu einkunnir fyrir prófið í heild og þrjá námsþætti þess
(hlustun, lesskilning, ritun). Einungis er greint frá heildareinkunn í þessari grein.
Einkunnirnar voru mælitölur á einkunnastiganum 1 til 9 (staðalníur). Þær eru norm-
aldreifðar. Meðaltal á þessum einkunnastiga er stillt á 5,0 og staðalfrávik 1,96 í hvor-
112