Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 122
NAMSARANGUR FRAMHALDSSKOLANEMA I ENSKU
Einnig var stök spurning („Kanntu utan að heila texta úr enskri eða amerískri tón-
list?") höfð með í greiningunni, en hún hlóð ekki markvert á neinn þáttanna þriggja.
í 8. þrepi var bætt við þremur þáttabreytum um mat þátttakenda á því hvað
hefði haft áhrif á enskukunnáttu þeirra. Þáttabreyturnar voru: Ahrif enskunotkun-
ar, áhrif sjónvarps, myndbanda og tónlistar og áhrif grunn- og framhaldsskóla.
Einnig var bætt við breytu um mat á áhrifum þess að lesa ensku utan skóla.
Niðurstöður aðhvarfsgreiningar eru sýndar í 4. töflu. Arangur í ensku á sam-
ræmdum prófum í 10. bekk (2. þrep) skýrir langmest af breytileika árangurs í ensku
í framhaldsskóla í fyrra gagnasafninu eða 58,4% og 57,3% í seinna gagnasafninu.
Breytur í 1. þrepi skýra tæp 2% í fyrra gagnasafninu og 5% í seinna gagnasafninu.
Það er einkum dvöl í enskumælandi landi sem hefur jákvæð áhrif í báðum gagna-
söfnum. Kyn (3. þrep) bætir sáralitlu við skýringuna í báðum gagnasöfnum og skýr-
ing aldurs (4. þrep) er marktæk í fyrra gagnasafninu en ekki því síðara. Skólar (5.
þrep) bæta rúmlega 7,1% við í fyrra gagnasafninu og rúmlega 2,2% í seinna gagna-
safninu. Námskeið utan skóla og dvöl í enskumælandi landi eftir samræmd próf í
10. bekk (6. þrep) skýra innan við 1% í fyrra gagnasafninu en bæta engu við í því
seinna. Enskunotkun utan skóla (7. þrep) bætir við 1,6% í fyrra gagnasafninu og
2,0% í seinna gagnasafninu. I báðum gagnasöfnum er það lestur á enskum texta sem
hefur mest áhrif á frammistöðu í ensku. Viðhorfaspurningar um mat nemenda á því
hvað þeir telji að hafi helst áhrif á enskukunnáttu þeirra (8. þrep) bæta sáralitlu við
skýringuna eða innan við 1% í báðum gagnasöfnum. Heildarskýring Iíkansins er
70,5% í fyrra gagnasafninu og 67,8% í seinna gagnasafninu.
Breytt þreparöð í aðhvarfsgreiningu
Röð þrepanna í líkaninu sem greint var frá hér að framan er ekki sjálfgefin. Það er til
að mynda álitamál hvort áhrif kynferðis og aldurs, enskunotkunar utan skóla og svo
framvegis skuli leiðrétt fyrir áhrifum árangurs á samræmdum prófum. Sú röðun
þrepa, sem valin var í líkaninu, leiðir hugsanlega til ofmats á áhrifum samræmdra
prófa í 10. bekk.
Af þessum ástæðum var einnig athuguð skýringargeta hvers þreps án leiðrétt-
ingar fyrir breytur í öðrum þrepum (4. tafla). Skýringargeta skóla verður þá tæplega
15% í fyrra gagnasafninu og tæplega 16% í seinna gagnasafninu, en var áður 7,1% og
2,2% í sömu gagnasöfnum. Einnig koma fram umtalsverð áhrif notkunar ensku utan
skóla. Þær breytur skýrðu aðeins tæplega 1,6% (fyrra gagnasafn) og 2,0% (seinna
gagnasafn) þegar leiðrétt var fyrir áhrifum annarra breyta, en án leiðréttingar skýra
þessar breytur 16,2% (fyrra gagnasafn) og 21,0% (seinna gagnasafn). Sömu sögu er
að segja um breytur sem mæla mat þátttakenda á áhrifum þátta á enskukunnáttu
þeirra. An leiðréttingar fyrir áhrifum breyta í öðrum þrepum skýra þessar breytur
11,3% (fyrra gagnasafn) og 10,6% (seinna gagnasafn) en þær skýra aðeins 0,4% (fyrra
gagnasafn) og 0,3% (seinna gagnasafn) þegar leiðrétt er fyrir aðrar breytur.
Einnig var gerð önnur aðhvarfsgreining þar sem röð þrepanna var breytt. Ein-
kunn á samræmdu enskuprófi í 10. bekk var höfð síðust í líkaninu af þeim breytum
sem geta haft áhrif á enskukunnáttu fyrir framhaldsskólanám. Áhrif samræmdrar
einkunnar í ensku í 10. bekk var því leiðrétt fyrir áhrifum enskunámskeiða og dval-
120