Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 152
STARFSAÐFERÐIR OG SANNFÆRING LEIKSKÓLAKENNARA
(macrosystem) er átt við gildismat og skipulag samfélagsins sem hefur áhrif á ein-
staklinginn. Sem dæmi um rannsóknir á kennurum yngri barna sem beina sjónum
að samvirkni kennarans og umhverfisins er rannsókn Tobin, Wu og Davidson (1989)
í leikskólum í Japan, Kína og Bandaríkjunum, rannsókn Holloway (2000) í japönsk-
um leikskólum og rannsókn Lee og Walsh (2001) á bandarískum kennurum yngri
barna.
Van Fleet (1979) byggir á hugmyndum Herkosvits (1963) og telur að kennarar
öðlist þekkingu og sannfæringu um kennslu í gegnum þrjú ferli, félagsmótun,
(enculturation) menntun og skólun. Félagsmótun felur í sér það nám og þá reynslu
sem einstaklingurinn öðlast gegnum lífið. Á síðustu árum hafa lífssögur kennara
verið rannsakaðar í auknum mæli og hvernig þau áhrif sem einstaklingurinn verð-
ur fyrir í uppeldinu mótar hann sem kennara. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa
leitt í ljós að uppeldi og reynsla kennara getur haft veruleg áhrif á sannfæringu
þeirra og starfshætti (Ayers, 1989; Clandinin, 1986; Hsieh, 1994). Samkvæmt Van
Fleet (1979) er menntun sú reynsla sem kennarar öðlast á starfsvettvanginum. Rann-
sóknir benda til þess að félagslegt samhengi skólans sem kennari vinnur í geti haft
afgerandi áhrif og að sannfæring og starfshættir kenrtara séu jafnan í samræmi við
starfsfélagana (Smith og Shepard, 1988; Stolp og Smith, 1995). Talað er um menningu
skóla og er þá átt við það gildismat, sannfæringu, siði og venjur sem eru hafðar í
heiðri í skólanum (Deal og Kennedy, 1983). Sergiovanni (1994) lítur á skóla sem sam-
félag þar sem einstaklingar eru bundnir traustum böndum sem byggir á sameigin-
legu gildismati og hugmyndafræði. Skólun er samkvæmt Van Fleet (1979) t.d. sú
kennsla og það nám sem kennarar hljóta í kennaraskólum.
Á undanförnum árum hafa áhrif þjóðmenningar á kennslu og uppeldi barna
verið í brennidepli. Bruner (1986,1990,1996) talar um að öll menningarsamfélög hafi
það sem hann kallar menningarsálfræði þ.e. undirliggjandi hugmyndir fólks um til-
hneigingar mannsins og hugmyndir okkar um hvernig hugur okkar og annarra
starfar. Við lærum menningarsálfræði okkar snemma til að geta átt samskipti við
annað fólk. Bruner hefur tengt þessa fræðilegu hugmyndafræði við veruleikann á
starfsvettvanginum og talar annars vegar um menningarsálfræði (folk psychology)
og hins vegar um menningaruppeldisfræði (folk pedagogy). Hann telur að kennsla
endurspegli menningaruppeldisfræði kennaranna. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að
mismunandi sannfæring og gildismat varðandi barnauppeldi og félagsleg samskipti
einkenna mismunandi menningarsamfélög (Carlson, 1997; Kagitchibasi, 1996; Lee
og Walsh, 2001; Shweder, Goodnow, Hatano, LeVine, Markus og Miller, 1998; Tobin
ofl., 1989).
Gera má ráð fyrir að kennsluaðferðir og sannfæring leikskólakennara eigi rætur
að rekja til gildismats samfélagsins. Bent hefur verið á að stefnur og straumar í leik-
skólauppeldi sem hafa mótast í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjuirum hafi haft áhrif á
leikskólastarf alls staðar í heiminum. En mismunandi menningarsamfélög hafa hins
vegar aðlagað þessar stefnur að þeirri sýn sem þau hafa um hvað þau telja vera gott
og hollt fyrir börn (Spodek og Saracho, 1996).
Markmiðið með þessari rannsókn var að rannsaka kennsluaðferðir tveggja ís-
lenskra leikskólakennara, viðhorf þeirra til náms og kennslu leikskólabarna og þá
150