Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 153
Jóhanna Einarsdóttir
sannfæringu2 sem Hggur að baki athöfnum þeirra. Lögð var áhersla á að skoða þetta
í menningar- og félagslegu samhengi og þá sérstaklega með tilliti til menningar við-
komandi leikskóla, viðhorfa til barnauppeldis á Islandi og menntastefnu íslenskra
leikskóla.
Aðferð
í rannsókninni voru notaðar eigindlegar eða það sem Erickson (1986) nefnir túlkandi
rannsóknaraðferðir. Þeir sem nota eigindlegar rannsóknaraðferðir rannsaka fólk í
eðlilegu umhverfi þess, kafa djúpt og leitast við að skilja og túlka atburði og fyrir-
bæri með hliðsjón af þeirri merkingu sem þátttakendur leggja í þau (Glesne & Pes-
hkin, 1992; Lincoln & Guba, 1985).
Þátttakendur
Eitt einkenni eigindlegra rannsóknaraðferða er markmiðsúrtak (purposeful
sampling). Tilgangurinn er að fá sem flestar upplýsingar en ekki að setja fram alhæf-
ingar (Lincoln & Guba, 1985). Ég setti ákveðin viðmið og valdi út frá þeim þátttak-
endur sem ég taldi mig geta lært mikið af, sem væru fagmenn og hefðu leikskóla-
kennarastarfið að lífsstarfi og þar sem ég valdi tvo þátttakendur lagði ég líka áherslu
á fjölbreytileika og valdi leikskólakennara sem voru ekki mjög líkir. Tveir leikskóla-
kennarar í Reykjavík tóku þátt í rannsókninni. Helga sem starfar í leikskólanum
„Vatnaborg" og Kristín sem starfar í „Fjallaborg." Helga hefur langa reynslu í starfi
og í upphafi rannsóknarinnar hafði hún starfað í 25 ár í leikskóla. Leikskólinn
„Vatnaborg" sem hún vinnur í er einn af eldri leikskólum borgarinnar. Kristín er
yngri, hún hefur starfað í 6 ár í leikskóla í byrjun rannsóknarinnar, og leikskólinn
hennar „Fjallaborg" er tiltölulega nýr leikskóli. Ég fylgdist með þessum tveimur
leikskólakennurum í starfi, reyndi að skyggnast gaumgæfilega inn í starf þeirra og
skilja og túlka það sem gerðist með Iiliðsjón af þeirri merkingu sem þeir leggja í það.
Gagnasöfnun
Ég safnaði gögnum að mestu leyti á einu skólaári. Veturinn 1998-1999. Samtals
heimsótti ég leikskólana 75 sinnum, í mislangan tíma í senn. Þær aðferðir sem ég
notaði fyrst og fremst við gagnaöflunina eru:
Þátttökuathuganir. Ég byrjaði gagnasöfnunina með athugunum í leikskólunum
tveimur. Ég dvaldi í leikskólunum á ýmsum tímum dags og gerði athuganir inni á
deildunum, í fataklefunum, á göngunum, á leikvellinum, í vettvangsferðum og á
kaffistofu starfsfólks.
Viðtöl. Ég tók níu viðtöl við hvorn leikskólakennara og einnig viðtöl við leik-
skólastjóra viðkomandi leikskóla. Viðtölin voru hálfskipulögð (semi-structured) og
tekin upp á segulband og afrituð á eftir. Auk þessara formlegu viðtala átti ég mörg
óformleg viðtöl og spjall við leikskólakennarana og starfsfólk leikskólanna um það
sem átti sér stað í leikskólunum.
Skjöl. Ég safnaði hlutum og skjölum úr leikskólunum og greindi þau. Sem dæmi
má nefna dagskipulag, áætlanir leikskólakennaranna, ársáætlanir leikskólanna,
upplýsingabæklinga fyrir foreldra, leiðbeiningar frá leikskólastjóra, ákvarðanir
2 Sannfæring er þýðing á enska orðinu beliefs og táknar það sem einstaklingur trúir á og
telur að sé rétt og satt.
151