Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 161
Jóhanna Einarsdóttir
börnin séu ánægð og að þeim líði vel í leikskólanum en báðar nefndu það sem mik-
ilvægt markmið leikskólans. Ánægja og hamingja leikskólabarna virðast einnig vera
mikilvægir þættir í augum leikskólakennara í öðrum löndum (Holloway, 2000;
Spodek, 1987; Tobin, Wu og Davidson, 1989). Hins vegar virðist vera nokkuð mis-
munandi skilningur á þessum hugtökum og því hvað það merki að börn séu ham-
ingjusöm og ánægð. Kitayama og Markus (1999) rannsökuðu t.d. hvað þetta þýddi í
Bandaríkjunum og Japan og komust að því að Bandaríkjamenn leggja upp úr sjálfs-
öryggi en Japanir sjálfsgagnrýni (self-criticism). f Bandaríkjunum tengdist það að
vera hamingjusamur því að vera sjálfstæður en í Japan samskiptum og tengslum við
annað fólk.
Rannsóknir hafa sýnt að Bandaríkjamenn leggja áherslu á að ala upp börn sem
eru ánægð með sig og hafa mikið sjálfsöryggi og gott sjálfsmat (self-esteem). Börn-
um er hrósað mjög mikið og lagt upp úr að þeim finnist þau vera sigurvegarar,
stjörnur og númer eitt (Carlson, 1997; Jóhanna Einarsdóttir, í prentun). Þetta er í
andstöðu við hugmyndir Austur-Asíubúa sem leggja áherslu á að börnin séu í með-
allagi og falli inn í hópinn (Shweder o.fl., 1998). Fyrir Helgu og Kristínu þýddi það
að börnunum liði vel, þau væru ánægð og fyndu til öryggis í leikskólanum og léku
sér vel í sátt og samlyndi við önnur börn og mynduðu góð tengsl við fullorðna og
hin börnin.
Báðir leikskólakennararnir lögðu áherslu á félagslega færni og samskipti. Með
félagslegri færni eiga þær við að börnin sýni hvert öðru virðingu og tillitssemi, læri
að þekkja rétt annarra og tilfinningar annarra, sýni samlíðan hvert með öðru og læri
að umgangast hvert annað. Þetta er í samræmi við Lög um leikskóla og Aðal-
námskrá sem leggur áherslu á að börn læri að bera virðingu fyrir öðru fólki og sýni
umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum. Foreldrar í Reykjavík virðast einnig líta
á samskipti sem mikilvægan þátt leikskólastarfs. Niðurstöður nýlegrar spurninga-
könnunar sýna að foreldrar leikskólabarna segja aðalástæðu þess að þeir sendi börn
sín í leikskóla vera að þau læri að umgangast önnur börn (Forskot, 1998).
Lög um leikskóla kveða á um að leikskólinn leggi grundvöll að því að börn verði
sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í
örri og sífelldri þróun. Að börn verði sjálfstæð og sjálfbjarga eru þættir sem bæði
Helga og Kristín leggja mikla áherslu á. Að þau læri mannasiði, sjálfsstjórn og sjálfs-
aga og verði sjálfbjarga í daglegu lífi. 1 nýlegri könnun voru íslenskir foreldrar
spurðir um þá eiginleika sem þeir teldu mikilvægt að laða fram í fari barna. Þeir
nefndu oftast umburðarlyndi og virðingu fyrir öðru fólki, ábyrgðartilfinningu, sjálf-
stæði og góða mannasiði (Ævar Þórólfsson, Vilborg H. Harðardóttir, Friðrik H. Jóns-
son, 2000). Sjálfstæði er einnig talið mikilvægt meðal leikskólakennara í öðrum
löndum (Holloway, 2000; Spodek, 1987; Tobin o.fl., 1989) en líkt og með hamingju og
ánægju er skilningurinn á þessum hugtökum breytilegur eftir menningarsamfélög-
um. Sem dæmi má nefna rannsóknir Kagitchibasi (1996) á bandarískum og japönsk-
um mæðrum sem leiddu í ljós að fyrir japönsku mæðurnar fól sjálfstæði í sér hæfi-
leikann til samskipta við önnur börn, samúð, traust og tillitssemi. Niðurstöður rann-
sóknar Lee og Walsh (2001) á bandarískum kennurum sýna að þar hefur sjálfstæði
barna ákveðnar hömlur, þar sem stöðug afskipti kennara koma í veg fyrir að þau geti
159