Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 162
STARFSAÐFERÐIR OG SANNFÆRING LEIKSKÓLAKENNARA
þróað með sér sjálfsaga og sjálfsstjórn. Harriet Cuffaro (1997) komst að þeirri niður-
stöðu í rannsókn sinni í íslenskum leikskólum að skilningur íslenskra og banda-
rískra leikskólakennara á því hvað sjálfstæði felur í sér er töluvert frábrugðinn. Hún
telur að sjálfstæði íslenskra leikskólabarna feli einnig í sér ábyrgð og umhyggju fyr-
ir öðrum.
Umræða
Markmið rannsóknarinnar var að kanna starfsaðferðir, sannfæringu og markmið
tveggja íslenskra leikskólakennara, Helgu og Kristínar. Ahersla var lögð á að skoða
starf þeirra í samhengi. Niðurstöður leiða í ljós að aðferðir og sannfæring Helgu og
Kristínar eru líkar að ýmsu leyti og í samræmi við menntunar- og menningarlegt
samhengi þeirra. Komið hefur í ljós að viðhorf fólks til barnauppeldis er mjög mis-
munandi eftir þjóðfélögum og ýmsir fræðimenn hafa lagt áherslu á hlutverk þjóð-
menningar í kennslu og uppeldi barna. Gera má ráð fyrir að menningaruppeldis-
fræði þeirra Helgu og Kristínar sé sambærileg (Bruner, 1986,1990,1996). Hins veg-
ar er starf þeirra að öðru leyti ólíkt.
Markmið Helgu beinast meira að innihaldi námsins, hún leggur áherslu á mál-
og ritmálsörvun og undirbúning fyrir grunnskólann. Aðferðir hennar og markmið
eru meira í takt við þær hugmyndir sem kynntar eru í nýjum fræðiritum, einkum frá
Bandaríkjunum, um kennslu leikskólabarna.
Aðferðir og markmið Kristínar eru hins vegar víðari og skyldari skandinavískri
og íslenskri leikskólahefð. Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsræði og óbeinar
kennsluaðferðir. Hún leggur til dæmis áherslu á að börnin fái frið frá hinum full-
orðnu og tækifæri til að leika sér úr augsýn fullorðinna ef leikurinn gengur vel. Ætla
má að skýringa á þessum mun á starfsaðferðum og sannfæringu Helgu og Kristínar
sé m.a. að leita í menningu leikskóla þeirra, barnahópnum sem þær voru að vinna
með, ólíkum aldri þeirra, reynslu og lífssögum.
Velta má því fyrir sér hvort niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að ís-
lenskir leikskólakennarar séu á einhvers konar krossgötum eða tímamótum. Leik-
skólakennararnir tveir sem tóku þátt í rannsókninni hafa djúpar rætur í íslenskri
leikskólahefð, þar sem áhersla er lögð á umönnun, þarfir barnsins, félagsleg sam-
skipti og gert er ráð fyrir að börn læri þegar þau leika sér. Aðeins mjög lítill hluti leik-
skóladagsins fer í fyrir fram skipulagða vinnu með barnahóp. Þetta endurspeglar
barnhverfa og rómantíska sýn á börn og uppeldi (Kohlberg og Mayer, 1972) sem
einnig má greina í menningarbundnum hugmyndum íslendinga um barnauppeldi.
Samkvæmt því eiga börn að vera hamingjusöm og frjáls og læra með því að takast á
við umhverfið (Baldur Kristjánsson, 1991; Jóhanna Einarsdóttir, 1999), en íslensk
börn virðast búa við mikið sjálfstæði frá unga aldri miðað við börn í nágranna lönd-
unum (Guðrún Kristinsdóttir, 2000).
Leikskólakennarastarfið hefur þróast og breyst á undanförnum árum og eru
nokkrar skýringar á þeim breytingum. íslenskt þjóðfélag hefur breyst gífurlega á til-
tölulega stuttum tíma frá því að vera eitt fátækasta ríki í Evrópu í upphafi 20. aldar-
innar í það að vera eitt af fimm löndum í heiminum þar sem lífsafkoma er best (Stef-
án Ólafsson, 1996). Jafnframt hefur íslenski leikskólinn þróast og breyst úr því að
160