Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 170
LEIKSKÓLAKENNARAMENNTUN
an í hugum fólks. Samgöngur eru auðveldari og upplýsingastreymi öflugra en áður
hefur þekkst. Þetta hefur í för með sér alþjóðamenningu sem blómstrar við hlið þjóð-
menningar. Slíkar breytingar hafa áhrif á heimsmynd fólks og kalla á endurskipu-
lagningu í uppeldis- og kennslustörfum. I þessari rannsókn er leitast við að draga
fram einkenni menntunar fyrir leikskólakennara í þátttökuskólunum í von um að
það geti skapað grundvöll að endurskilgreiningu hennar í skólunum.
Fyrsti leikskólakennaraskólinn sem vitað er um hóf starfsemi sína 1839 í Þýska-
landi og var rekinn af Friedrich Fröbel (Fröbel 1839/1980) sem hefur verið nefndur
faðir leikskólanna. Hann var þess fullviss að gæði uppeldisstarfsins í leikskólum
væru háð menntun þeirra sem þar störfuðu. Árið 1839 lýsir Fröbel (1839/1980:63-4)
þeirri þekkingu, færni og viðhorfum sem leikskólakennaranemar þurfa að ná valdi
á. Þar kemur fram að námið þurfi að samanstanda af bóklegum greinum, Hstgrein-
um, náttúrufræði, aðferðafræði starfsins og verklegri þjálfun.
Snemma á tuttugustu öldinni lýsir Montessori (1912/1964:115) þjálfun Montess-
orikennara og nefnir sömu atriði og Fröbel hér að framan. Valborg Sigurðardóttir
(1998:59) notar einnig þessi atriði þegar hún lýsir upphafi leikskólakennaramennt-
unar á Islandi.
Leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum hófst á fyrri hluta 20. aldar og var
byggð á hugmyndum beggja frumkvöðlanna Fröbel og Montessori (Þórdís Þórðar-
dóttir, 2000:42). Á Islandi gætti bandarískra áhrifa meira en evrópskra sem líklega
má skýra með því að Valborg Sigurðardóttir fyrsti skólastjóri Uppeldisskóla Sumar-
gjafar var menntuð í Bandaríkjunum (Þórdís Þórðardóttir, 2000:42). í byrjun var
námið á framhaldsskólastigi en á síðasta áratug aldarinnar hefur þróun þess fylgt
þróun annarra fagstétta og flust á háskólastig. Líklega má rekja þessar breytingar til
þróunar almennrar menntunar sem lýsir sér í aukinni áherslu á akademískar fræði-
greinar (Ott, Zeichner og Price 1990:123).
Til þess að mögulegt sé að átta sig á innihaldi undirbúningsmenntunar leikskóla-
kennara telur Goodson (1993:223) nauðsynlegt að rannsaka inntak námskráa fyrir
leikskólakennaranema en skilgreinir þær (1997:23) sem framsetningu á inntaki náms
(the presented content for study). Goodson (1988:16) telur námskrár vera haldgott
tæki til að skoða skipulag, inntak og einkenni þeirrar menntunar sem þeim er ætlað
að lýsa. í þessari rannsókn eru kennsluskrár þátttökuskólanna greindar í slíkum til-
gangi. Hér er litið á kennsluskrár sem útfærslu á námskrám. Þetta er meðal annars
gert vegna þess að stefnumótun náms á háskólastigi fer yfirleitt fram í háskólunum
sjálfum og þar verða bæði námskrár og kennsluskrár til. Titlar slíkra rita bera þess
stundum merki eins og til dæmis „Náms- og kennsluskrá Kennaraháskóla fslands".
HLUTVERK OG MENNTUN LEIKSKÓLAKENNARA
Spodek og Saracho (1990:32-36) mótuðu líkan sem þau byggðu á rannsóknum sín-
um, einkum rannsókn Saracho (1988) um hlutverk leikskólakennara. í líkaninu eru
skilgreind sex hlutverk leikskólakennara þar sem tekið er fram hvaða þekking, færni
og viðhorf þurfa að vera til staðar fyrir hvert þeirra. Þessi flokkun á hlutverkum var
notuð þegar hugtök tengd hlutverkum leikskólakennara voru greind í kennslu-
skránum Hlutverkin eru:
168