Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 177
ÞORDIS ÞORÐARDOTTIR
en námsefni kennslufræði leikskólans, þar eru fáar námslýsingar eins á milli
kennsluskráa (Þórdís Þórðardóttir, 2000). Lýsingar á inntaki námsefnisins í listgrein-
um eru sundurleitari en í öðrum námslýsingum (Þórdís Þórðardóttir, 2000) og gæti
hugsanlega skýrst af mismunandi menningu landanna en nokkur slík dæmi er að
finna í kennsluskránum (Þórdís Þórðardóttir, 2000). Verknámið skiptist ekki upp í
námsgreinar eins og hinir tveir flokkarnir og stendur dálítið sér hvað það snertir.
Lýsingar á inntaki námsefnisins í kennsluskránum gefa nokkrar vísbendingar
um hvaða námsefni myndar uppistöðuna í menntun leikskólakennara. Það birtist
meðal annars í röðun námsefnis í flokka í kennsluskránum. Af niðurstöðunum má
merkja að heildarskipulagið, inntakið og markmiðin í kennsluskránum sjö séu
byggð á svipuðum forsendum. Það sést meðal annars á því að sömu námsgreinar
eru lagðar til grundvallar í öllum kennsluskránum. Ekki er Ijóst hvort að baki þessu
liggja markvissar hugmyndir um heppilegt námsefni fyrir verðandi leikskólakenn-
ara eða hvort tilviljunin ein hafi verið þarna að verki. Þó má leiða að því líkur að þeir
sem setja markmiðin og inntakið í kennsluskrárnar hafi svipaðar hugmyndir um þá
þekkingu, færni og viðhorf sem leikskólakennarar þurfa að búa yfir.
LOKAORÐ
Mismunur kennsluskránna
Kennsluskrárnar í þessari rannsókn eru misjafnar að umfangi, efni og gæðum. Fimm
þeirra lýsa námi á háskólastigi svipuðu því sem við þekkjum á íslandi sem 90 ein-
inga B.Ed nám. Kennsluskrárnar frá Hjorring og Læraraskúlan lýsa 31/2 árs námi í
sérskólum á háskólastigi.
Þegar kennsluskrárnar eru bornar saman sést að Kennsluskrá Kennarahá-
skóla Islands og Háskólans á Akureyri eru bækur sem innihalda lýsingar á námi
í deildum og skorum skólanna. Báðar eru formfastar en slíkt hefur bæði kosti og
galla. Hvorug inniheldur lýsingar á starfsmöguleikum að námi loknu en slíkar
lýsingar er að finna í hinum kennsluskránum. íslensku kennsluskrárnar veita tak-
markaðri upplýsingar um menntunina en þær erlendu þótt Kennsluskrá Mitthög-
skolan sé að vissu leyti sama marki brennd. Hún er öllu umfangsminni en hinar
kennsluskrárnar. Þar eru markmið leikskólakennaramenntunar vel aðgreind frá
markmiðum kennaramenntunar fyrir börn 7-9 ára og 10-15 ára enda þótt flestar
lýsingar á námskeiðum séu sameiginlegar fyrir kennaramenntunina í heild sinni
og rýri þar með upplýsingagildi kennsluskrárinnar fyrir leikskólakennaramennt-
unina.
Kennsluskrá Foroya Læraraskúla er ljósritaður bæklingur og gefinn út af
Landsskúlafyrirsitningin en allar hinar kennsluskrárnar eru gefnar út af skólunum
sjálfum. Þar má sjá meiri áherslu á þjóðleg einkenni en í hinum kennsluskránum. Til
dæmis er þar lögð áhersla á þjóðlega söngva, kvæði og dansa ásamt áherslu á fær-
eysk stjórnmál og almenna þekkingu á þjóðlegum störfum sem ekki er að finna í hin-
um kennsluskránum. I kennsluskrám DMM, IBÁU, Hjorring og Mitthögskolan má
greina þó nokkra áherslu á fjölmenningarleg samfélög og alþjóðlegar rannsóknir
sem hvorki finnast í þeirri færeysku né þeim íslensku.
175