Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 187

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 187
GUNNAR J. GUNNARSSON ekki gert hlýtur barnið að ímynda sér Guð sem mjög máttugan. Þegar það spyr áfram og kemst jafnvel að því að enginn hafi skapað Guð gerir það hann enn merki- legri. Guðsmyndin fær því á sig yfirskilvitlegan blæ sem tekur að greina hana frá for- eldraímyndinni. Fimm ára börn hafa tilhneigingu til að staðsetja Guð á sviði hins daglega lífs og þau spyrja áfram hagnýtra spurninga um hann. Þau eru sér meðvituð um nálægð hans og geta jafnvel óttast að hann sjái allt sem þau aðhafast. Við sex ára aldur verða börn gjarnan upptekin af gríðarlegum sköpunarkrafti Guðs, visku hans og almætti. Guð er skapari alls og barnið viðurkennir þá hugsun á þessum aldri þótt ekki líði á löngu þar til það fær efasemdir og þarfnast nánari skýringar á því hvað það merkir. A þessum aldri eru börn oft farin að taka þátt í sunnudagaskóla kirkjunnar. Þau njóta þess að hlusta á biblíufrásögur og taka af einlægni þátt í einföldum siðvenjum á helgistundum og bænin verður þeim mikilvæg. Þannig mótast tilfinning barnsins fyrir sambandi við Guð og guðsmynd þess fær nú bæði þekkingarbundna og tilfinn- ingabundna hlið.18 Þegar barnið kemst á skólaaldur breytist samband þess við foreldrana og það fer inn í nýtt félagslegt samhengi sem eru skólafélagarnir. Guðsmyndin losnar við það æ meir frá foreldraímyndinni. Vitsmunalegur þroski barnsins gerir því nú kleift að hugsa um Guð út frá víðtækari reynsluheimi og staðsetja hann í samhengi sem er víðara og meir tilvistarmiðað en áður var. Næsta þrep í þróun guðsmyndarinnar verður þegar barnið kemst á stig sem sam- kvæmt sálfræðinni einkennist af dagdraumum þar sem barnið ímyndar sér jafnvel að foreldrar þess séu ekki hinir réttu foreldrar þess eða að það eigi tvíburasystkini. Því finnst það einmana og yfirgefið. Þá byggir það jafnframt sinn innri heim mörgum ímynduðum verum, allt frá þykjustu-leikfélögum, ýmsum ævintýra- og söguhetjum, ófreskjum og draugum til Guðs. Þessum verum kynnist barnið í gegnum sögur og frásagnir. Þar á meðal eru persónur úr biblíusögunum sem barnið tengir ímyndun sinni og hughreystir sig jafnvel með því að þessar persónur séu nálægari því og skilji það betur en foreldrarnir. Þetta hefur jafnframt áhrif á guðsmyndina og á þessu skeiði verður gjarnan Guð sá sem er alltaf nálægur, sá sem skilur barnið, er betri en foreldr- arnir og er alltaf hægt að tala við um innstu hugsanir og þrár. Það væntir þess jafn- framt að Guð geti nánast tafarlaust leyst úr málum og uppfyllt óskir þess. Nú er guðsmyndin að meira eða minna leyti að losna undan áhrifum foreldraí- myndarinnar og hefur fengið sjálfstæð einkenni. En þrátt fyrir það haldast móður- og föðurleg áhrif þótt þau verði ekki í sama mæli og áður rakin beint til móður eða föður barnsins. Á kynþroskaaldri heldur guðsmyndin enn áfram að þróast. Nú sameinar ung- lingurinn persónulega guðsmynd sína heimspekilegum og guðfræðilegum hugsun- um, rökum og trúarsetningum um Guð sem hann kynnist. Það leiðir til þess að nýir þættir bætast í guðsmyndina en þeir eru fyrst og fremst vitsmunalegir og bæta litlu við tilfinningabundna hlið guðsmyndarinnar. Á hverjum tímamótum í lífi einstaklingsins heldur guðsmyndin síðan áfram að mótast, s.s. við hjúskap, fæðingu barns, menntun, sjúkdóma og dauðsföll. Jafnvel at- burðir daglegs lífs geta haft áhrif á hana. Þannig breytist og þróast guðsmyndin alla 18 Rizzuto, A.M. 1979, bls. 177-197. 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.