Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 204

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 204
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA Sú mynd sem hér blasir við er að hugmyndir barnanna um hvar Guð er eru nokkuð hefðbundnar. Meirihluti þeirra telur að Guð sé alls staðar og að hann búi innra með okkur. Tæpur helmingur merkir við að hann sé á himnum en aðeins lítill hluti telur að hann sé úti í geimnum eða í náttúrunni. Þetta virðist í samræmi við það hvernig talað er um Guð í okkar samfélagi. Hann er alls staðar nálægur og býr innra með okkur eða í hjarta okkar eins og stundum er sagt. Þessa mynd af Guði má e.t.v. tengja kenningu Eriksons um „hina heilögu návist" móður við barn og tengsl þeirr- ar reynslu við reynsluna af ósýnilegri návist Guðs.5<’ Það vekur helst athygli að ekki skuli fleiri merkja við á himnum þar sem hefðbundið kristið tungutak talar gjarnan um Guð á himnum.57 Það vekur einnig athygli að hér er mestur munur á milli bekkja þannig að það er 9. bekkur sem sker sig úr en aðeins 30,2% í þeim bekk merkja við þennan svarmöguleika á móti 53,4% í 5. bekk og 50,4% í 7. bekk. Þannig eru aðeins 25,4% þeirra sem merkja við „á himnum" í 9. bekk. Ef til vill er þetta vísbending um óhlutbundnari guðsmynd unglinganna í 9. bekk en um það verður þó ekki fullyrt. Á móti má benda á að ekki er mikill munur á lilutfalli milli bekkja þegar athugað er hlutfall þeirra sem merktu við „innra með okkur" og hlutfallið fer lækkandi með aldri þegar horft er á fjölda þeirra sem merktu við „alls staðar" (5. bekkur 85,5%, 7. bekkur 79,5%, 9. bekkur 71,1%). Hér er því ekki um að ræða neina augljósa þróun eftir aldri og því ekki ástæða til að fara út í frekari samanburð milli bekkja í svörum við þessari spurningu. Niðurstöður og ályktanir Ef dregin eru saman helstu atriði í guðstrú og guðsmynd barnanna og unglinganna í könnuninni þá kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti telur að Guð sé til og að það sé ýmist mjög eða nokkuð mikilvægt að trúa á hann. Guðsmyndin einkennist af nokkuð hefðbundnum þáttum þannig að þrjú af hverjum fjórum nota hugtök sem lýsa gæsku, kærleika, miskunn og umhyggju Guðs þegar lýsa á eiginleikum Guðs og tæpur þriðjungur hugtök sem lýsa valdi, krafti og hátign. Myndin af Guði sem föð- ur og skapara kemur fyrir hjá fimmtungi hópsins. Manngerðar lýsingar á Guði eru aftur á móti ekki algengar en notkun óhlutbundinna og andlegra hugtaka til að lýsa Guði fer vaxandi með aldri. Hér blasir því við mynd sem er að töluverðu leyti í sam- ræmi við hugmyndir um stiggreiningu trúarlegrar hugsunar (sbr. Goldman og Fowler). Meirihluti lítur svo á að Guð sé alls staðar eða innra með okkur og virðist það benda til vitundar um raunveruleika eða nálægð Guðs. Það er í samræmi við kenningar djúpsálarfræðinga um vitundina um ósýnilega nálægð Guðs (sbr. Erikson og Rizzuto) en rétt er þó að ítreka takmarkanir þess að bera saman spurningalista- kannanir við viðtöl með aðferðum djúpsálarfræðinnar. Athygli vekur að innan við helmingur telur að Guð sé á himnum. Almennt er ekki um að ræða afgerandi mun á milli kynja en þó er hann fyrir hendi í nokkrum atriðum. T.d. kemur í ljós að trú á Guð er stelpum heldur mikilvægari en strákum og þær grípa oftar til hugtaka á borð við góður, kærleiksríkur, miskunnsamur o.s.frv. þegar lýsa á Guði. Guð eða guðsmynd er almennt hluti af hugtakaheimi og veruleika barna og ung- linga á Islandi. Það sýna niðurstöður rannsóknarinnar og það er í samræmi við 202 56 Erikson, E.H. 1958, bls. 114-115 57 Sbr. t.d. bænina „Faðir vor", en 87% þátttakenda í könnuninni sögðust kunna þá bæn, sjá Gunnar J. Gunnarsson 1999b, bls. 13.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.