Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 204
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
Sú mynd sem hér blasir við er að hugmyndir barnanna um hvar Guð er eru
nokkuð hefðbundnar. Meirihluti þeirra telur að Guð sé alls staðar og að hann búi
innra með okkur. Tæpur helmingur merkir við að hann sé á himnum en aðeins lítill
hluti telur að hann sé úti í geimnum eða í náttúrunni. Þetta virðist í samræmi við það
hvernig talað er um Guð í okkar samfélagi. Hann er alls staðar nálægur og býr innra
með okkur eða í hjarta okkar eins og stundum er sagt. Þessa mynd af Guði má e.t.v.
tengja kenningu Eriksons um „hina heilögu návist" móður við barn og tengsl þeirr-
ar reynslu við reynsluna af ósýnilegri návist Guðs.5<’ Það vekur helst athygli að ekki
skuli fleiri merkja við á himnum þar sem hefðbundið kristið tungutak talar gjarnan
um Guð á himnum.57 Það vekur einnig athygli að hér er mestur munur á milli bekkja
þannig að það er 9. bekkur sem sker sig úr en aðeins 30,2% í þeim bekk merkja við
þennan svarmöguleika á móti 53,4% í 5. bekk og 50,4% í 7. bekk. Þannig eru aðeins
25,4% þeirra sem merkja við „á himnum" í 9. bekk. Ef til vill er þetta vísbending um
óhlutbundnari guðsmynd unglinganna í 9. bekk en um það verður þó ekki fullyrt. Á
móti má benda á að ekki er mikill munur á lilutfalli milli bekkja þegar athugað er
hlutfall þeirra sem merktu við „innra með okkur" og hlutfallið fer lækkandi með
aldri þegar horft er á fjölda þeirra sem merktu við „alls staðar" (5. bekkur 85,5%, 7.
bekkur 79,5%, 9. bekkur 71,1%). Hér er því ekki um að ræða neina augljósa þróun
eftir aldri og því ekki ástæða til að fara út í frekari samanburð milli bekkja í svörum
við þessari spurningu.
Niðurstöður og ályktanir
Ef dregin eru saman helstu atriði í guðstrú og guðsmynd barnanna og unglinganna
í könnuninni þá kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti telur að Guð sé til og að það
sé ýmist mjög eða nokkuð mikilvægt að trúa á hann. Guðsmyndin einkennist af
nokkuð hefðbundnum þáttum þannig að þrjú af hverjum fjórum nota hugtök sem
lýsa gæsku, kærleika, miskunn og umhyggju Guðs þegar lýsa á eiginleikum Guðs og
tæpur þriðjungur hugtök sem lýsa valdi, krafti og hátign. Myndin af Guði sem föð-
ur og skapara kemur fyrir hjá fimmtungi hópsins. Manngerðar lýsingar á Guði eru
aftur á móti ekki algengar en notkun óhlutbundinna og andlegra hugtaka til að lýsa
Guði fer vaxandi með aldri. Hér blasir því við mynd sem er að töluverðu leyti í sam-
ræmi við hugmyndir um stiggreiningu trúarlegrar hugsunar (sbr. Goldman og
Fowler). Meirihluti lítur svo á að Guð sé alls staðar eða innra með okkur og virðist
það benda til vitundar um raunveruleika eða nálægð Guðs. Það er í samræmi við
kenningar djúpsálarfræðinga um vitundina um ósýnilega nálægð Guðs (sbr. Erikson
og Rizzuto) en rétt er þó að ítreka takmarkanir þess að bera saman spurningalista-
kannanir við viðtöl með aðferðum djúpsálarfræðinnar. Athygli vekur að innan við
helmingur telur að Guð sé á himnum. Almennt er ekki um að ræða afgerandi mun
á milli kynja en þó er hann fyrir hendi í nokkrum atriðum. T.d. kemur í ljós að trú á
Guð er stelpum heldur mikilvægari en strákum og þær grípa oftar til hugtaka á borð
við góður, kærleiksríkur, miskunnsamur o.s.frv. þegar lýsa á Guði.
Guð eða guðsmynd er almennt hluti af hugtakaheimi og veruleika barna og ung-
linga á Islandi. Það sýna niðurstöður rannsóknarinnar og það er í samræmi við
202
56 Erikson, E.H. 1958, bls. 114-115
57 Sbr. t.d. bænina „Faðir vor", en 87% þátttakenda í könnuninni sögðust kunna þá bæn,
sjá Gunnar J. Gunnarsson 1999b, bls. 13.