Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 145
Umsagnir um bcekur
athuga nánar þessa fullyrðingu, og jafnframt skulum við hugleiða hvort
ekki sé hægt að sneiða hjá þessum vanköntum skólastarfsins að nokkru
leyti með því að raða öðruvísi í bekki, með því að breyta félagsskipan
skólans.
Skólastjóri og kennarar líta oft og tíðum á tossabekkinn sem samsafn
af vandræðabörnum sem ekki geta lært nokkurn skapaðan hlut. Það er
því ekki við því að búast að börnunum fari fram þegar starfslið skólans
hefur gefið sér fyrirfram að þau nái engum árangri í námi. Smám sam-
an fara börnin, foreldrar þeirra og skólafélagar að tileinka sér hug-
myndir kennaranna. Þau hafa, með öðrum orðum, tekið að hegða sér
eins og búist er við af þeim — að leika hlutverk tossans.
Þótt mönnum sé ekki stætt á því að framleiða tossa í tilraunaskyni,
af siðfræðilegum ástæðum, er unnt að leiða í ljós með rannsóknum hve
mikilvægar hugmyndir kennarans eru fyrir námsárangur nemandans.
Bandarískir þjóðfélagsfræðingar (Rosenthal og Jacobson) gerðu rann-
sókn í skóla nokkrum í Kaliforníu í þessu skyni fyrir nokkrum árum.
Allir nemendur skólans voru látnir gangast undir greindarpróf. Þeir sem
rannsóknina gerðu völdu síðan af handahófi um 20% af nemendahópnum,
en skrökvuðu því að kennurum skólans að greindarprófun hefði leitt í
ljós að þetta væru sérlega „efnilegir“ nemendur. Að ári liðnu var greind-
arstig barnanna allra kannað aftur. Þá kom í ljós að þau börn, sem
höfðu upphaflega lent í hópi „efnilegra“ nemenda fyrir tilviljun, stóðu
sig yfirleitt betur í námi og höfðu hærri greindarvísitölu en skólasystkini
þeirra. Og munurinn á hópnum reyndist marktækur, eða meiri en svo að
tilviljun ein hefði getað ráðið honum. Þessi niðurstaða benti til þess að
kennararnir hefðu troðið hlutverkinu „efnilegur nemandi“ upp á ákveðinn
hóp nemenda og nemendurnir síðan gengist upp í hlutverkinu og orðið
efnilegir nemendur.
Skylt er að geta þess að ýmsir þjóðfélagsfræðingar hafa dregið niður-
stöður þessar í efa, og seinni rannsóknir hafa ekki rennt stoðum undir
tilgátur Rosenthals og Jacobsons að öllu leyti. En hvað sem því líður þá
hafa rannsóknir af þessu tagi opnað augu uppeldisfræðinga og kennara
fyrir því að hugmyndir kennarans um nemendur geta haft allmikil áhrif
á námsferil og frammistöðu þeirra.
A síðustu árum hefur sú skoðun átt vaxandi fylgi að fagna að skólar,
sem raða nemendum í bekki með hliðsjón af einkunn á síðustu prófum,
367