Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Qupperneq 3
MULAÞING
7. HEFTI — 1974
Ritnefnd: Armann Halldórsson Eiðum, Birgir Stefánsson Neskaupstað,
Sigurður Oskar Pálsson Eiðum (ritstj.).
Afgreiðslumenn: Birgir Stefánsson og Sigurður Óskar Pálsson.
Vtgefandi: Sögufélag Austurlands.
Prentsmiðjan Hólar, Bygggarði, Seltjarnarnesi.
Úr fórum ritstjórnar
Múlaþing
Þá heldur 7. hindi Múlaþings úr hlaði á vit lesenda sinna, nokkucí síðbúið
að vísu, en engu að síður er það von okkar, sem að ritinu stöndum, að mönn-
um auðnist að finna þar sitthvað til fróðleiks og skemmtunar.
Meginefni þessa rits eru þrjár ritgerðir alllangar: Ritgerð Benedikts frá
Hofteigi um Hákonarstaðabók og Skinnastaðamenn, ritgerð sr. Sverris Har-
aldssonar um sr. Einar í Heydölum, en hvorug þessara ritgerða hefur fyrr birzt
á prenti, en Benedikt flutti sína í útvarp fyrir nokkrum árum. Þá er að lokum
ritgerð eftir danska höfuðsmanninn og ferðalanginn Daniel Bruun og hefur
hún ekki mér vitanlega verið fyrr birt í heild í íslenzkri þýðingu.
Oft hefur verið svo ástatt, þegar nýtt hefti Múlaþings hefur farið í prentun,
að fyrir hafa legið nokkrar fyrningar af efni, er beðið hafa betri tíma. Er
ekki nema gott eitt um slíkt að segja, enda góðbænda háttur að gefa ekki
upp á hverju vori. En nú hefur árað svo á okkar bæ, að lítið efni bíður birt-
ingar.
Við höfum að vísu ýmsa útvegi í huga, s. s. að snúa okkur að útgáfu sókna-
lýsinga Bókmenntafélagsins, sem aldrei hafa verið prentaðar, utan þrjár, er
birtust á sínum tíma í Austurlandi, safni austfirzkra fræða I. bindi. Hvað olli,
að ekki var fram haldið þessari útgáfu er mér ekki kunnugt. Hins vegar er
óráðið, hvemig útgáfu sóknalýsinganna verður háttað, hvort þær verða birtar
í einu lagi, eða smátt og smátt í ritinu.
Fleira hefur okkur dottið í hug, en ekki ráð að tíunda það hér. En að öllu
samanlögðu erum við í hálfgerðu efnishraki með næsta bindi og viljum heita
á alla fróða Austfirðinga heima og heiman að duga okkur sem bezt.
UNDSBÓKASAFN
314778
ÍSLANÖ3
MULAÞING
1