Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 9
mæti úr svona langri ættsetu merkra manna á þessum stað. Hvað
skyldi vera í fátæklegu koforti á hestinum sem þau teýma?
Einar Jónsson
Einar prestur Jónsson var fæddur á Skinnastað eitthvert næsta ár
eftir 1704. Hann er reyndar talinn fæddur það ár, en við manntalið
1703 eru foreldrar hans eigi enn orðin hjón og dvelur móðir hans
þá enn í föðurgarði, Saurbæ í Eyjafirði. Faðir hans var Jón prest-
ur á Skinnastað, sem nefndur var greipaglennir af háttum, sem áttu
að standa í sambandi við galdra. Hann var sonur Einars prests á
Skinnastað, sem nefndur var galdrameistari, Nikulássonar. Jón
prestur greipaglennir var fæddur 1655, eftir manntali 1703, þar
sem hann telst 48 ára. Hann kvæntist um 1704 (?), Elínu dóttur
Jóns prests Hjaltasonar í Saurbæ í Eyjafirði, en Jón prestur var
sonur Hjalta Pálssonar í Teigi í Fljótshlíð, og átti skammt að rekja
ætt til Barna-Hjalta og Onnu frá Stóruborg. Öll var sú ætt mikil-
hæft fólk.
Þessir Skinnastaðaprestar voru allir kenndir við galdur, og auk
heldur Einar Jónsson, sem sýnist þó hafa verið meinhægur maður
og litill skörungur. Annar sonur Jóns prests greipaglennis, og bróð-
ir séra Einars, var Ari, sem bjó í Krossavík í Þistilfirði og víðar
þar um slóðir. Hann var nefndur Galdra-Ari. Sonur hans var Illugi,
sem einnig bjó í Krossavík í sömu sveiti. Var hann og nefndur
Galdra-Illugi. Sonur hans var Mikael, sem bjó á Svínabökkum í
Vopnafirði, og dó á Bustarfelli 1862. Var hann einnig nefndur
Galdra-Mikael, svo sem greinir í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar
og vopnfirzkum munnmælum fram yfir árið 1900. Er hér römm
forneskjan, að fimm ættliðir í karllegg skuli kenndir við galdra,
ekki meiri frægð en það gaf í aðra hönd, þegar hér var komið sögu.
Jón, sonur Mikaels, var svo faðir Drauma-Jóa.
Þetta leiðir hugann til ýmislegra athugana um það, hvað liggi
hér til grundvallar, því galdur er ekki meðfæddur hæfileiki, heldur
áunninn lærdómur - eða mennt - og mundi frekast mega líta á
slíkt sem mennt nú á dögum, enda er það Ijóst mál á okkar dögum,
að svokallaðir galdrar voru fyrst og fremst menntir í gömlum þjóð-
MULAÞING
7