Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Síða 12
friði í sínu embætti og lífi. ÞaS verður að vera eitthvaS sérstaklega
ástatt um þennan galdramann til þess að galdraöldin láti hann í
friði, fyrst að svo er ástatt að hann á aS minnsta kosti galdrabók,
hvað sem galdraskóla hans líður, sem vel geta verið munnmæli ein.
Um séra Jón greipaglenni er ekki annað orðspor, en að hann
hafi verið göldróttur sem faðir hans, og synir hans læra galdur,
minnsta kosti Ari. Það eru hæg heimatökin að læra og kenna galdur,
því efalaust hefur séra Jón fengið galdrabók föður síns eftir hann
látinn, enda þá búinn aS læra þaS sem á þeirri bók stóS. Séra Jón
heldur SkinnastaS á þeim tíma, sem fastast var leitað eftir því að
safna íslenzku handritunum saman í Kaupmannahöfn, svo að hann
hefur eflaust átt kost á, að lofa galdrabók föður síns að vera með í
þeirri forfrömun íslenzkra handrita. ÞaS lá ekki fyrir henni, heldur
annað og það sem íslenzkara var, sem bráðum segir.
Ef til vill hefur það komið til álita, að hún væri ekki gamalt
handrit heldur nýsmíði séra Einars og því minni slægur í henni en
hinu, sem gamalt var og skrifað á skinn. ÞaS mál hefur kannske
aldrei verið rannsakað og engar heimildir eru til um þaS, að Arni
Magnússon hafi vitað af þessari bók, eða lagt drög að því að fá
hana í safn sitt. Efalaust hefSi hún þó sómt sér þar, þykk bók og
haglega bundin, en helzt má álykta það, að Árni hafi aldrei vitað
neitt um hana og segir það sína sögu um þá SkinnastaSafeSga, eink-
um séra Jón, sem ekki hefur komizt hjá því að verja sitt pund fyrir
hinum mikla bókfræðingi og konunglega bókasafnara, en það
virðist hafa verið hlutskipti allra konunglegra embættismanna á
þessum tíma í þessu landi. Séra Jón hélt sinni galdrabók heima á
Skinnastað í OxarfirSi.
Séra Einar Jónsson gekk í Hólaskóla á dögum Steins biskups,
1711—4.2, en þá er Hólaskóli góður skóli og verður vart þjóSlegra
áhrifa frá honum, þótt í litlu væri sem eðlilegt er. Steinn biskup
fær mikið álit á séra Einari og þegar hann er orðinn prestur gefur
Steinn biskup honum góðan vitnisburð um embættisrekstur sinn,
mannkosti hans og gáfur. En Harboe telur hann illa gefinn og ó-
skynsaman, og segir það þá sögu, að séra Einar hefur lítið lagt sig
fram viS þennan konunglega sendimann og hefur íslenzk augu á
öllu því sem er danskt. Fleiri prestum hefur í því efni farið líkt og
10
MÚLAÞING