Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 18
Nú fyrst vitnast það, að til er galdrabók séra Einars á Skinnastað,
Nikulássonar, því nú eignast Pétur þessa bók, og það er ekki líklegt
að hún bærist í hendur Pétri eftir öðrum leiðum en hér hefur að
framan verið lýst. Það er sjálfsagt auðvelt að fá hana hjá sveitar-
ómaganum. Ef til vill hefur hún nú í fyrsta og síðasta sinn reynzt
fémæti, sem gengið hafi í forlag með ómaganum. Pétri er vel trú-
andi til að hafa gefið fé fyrir svo merkilega og fágæta bók. Þó þarf
hér að athuga mál:
Hákonarstaða-Pétur átti þá konu, sem Hallfríður hét, dóttir þess
manns sem kallast Galdra-Eggert. Hann var sonur Einars, er mun
hafa búið í Þistilfirði, Eggertssonar prests á Svalbarði 1703, Jóns-
sonar. Eggert prestur átti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur prests á Prest-
hólum, frænku Þorbjargar er séra Einar Nikulásson átti. Galdra-
Eggert er á Hofi í Vopnafirði 1762, eflaust kominn þangað með
séra Skafta Árnasyni frá Sauðanesi, er þangað kom 1757. Hallfríði
eignaðist hann í Vopnafirði 1772, með Kristínu Jónsdóttur frá Hró-
aldsstöðum, Hjörleifssonar, Olafssonar prests á Refstað, Sigfússon-
ar í Hofteigi prests, Tómassonar. Eigi kvæntist Eggert og mun hann
hafa dvalið með dóttur sinni og Pétri manni hennar, en þau bjuggu
fyrst alllengi á Fossi í Vopnafirði.
Af hverju fær Eggert þetta galdranafn? Á hann galdrabók?
Kannske þessa sömu, sem nú er i eigu Hákonarstaða-Péturs? Eggert
hefur eflaust alizt upp í Þistilfirði og gat haft náin kynni af Galdra-
Ara í Krossavík, sem býr þar 1761, því það ár fæðist Jón sonur
hans, sem er á Eystra-Hrauni í Landbroti 1816. Eggert hefur kann-
ske alizt upp hjá Galdra-Ara og lært af honum það, sem menn þótt-
ust geta gefið honum nafn af. Ef til vill hefur Eggert komizt yfir
galdrabók séra Einars og af henni fái hann sitt nafn, og frá honum
sé hún komin í Hákonarstaði. Eftir annarri hvorri þessari leið, sem
hér hefur verið um rætt, hefur bókin komizt í Hákonarstaði, og
verður ekki auðveldlega skorið úr því hvort frekar hafi verið. En
athuga má það mál enn gerr.
Séra Stefán Árnason var prestur og prófastur á Valþjófsstað um
þetta leyti, vígðist aðstoðarprestur tengdaföður síns, séra Vigfúsar
Ormssonar, 1813 og bjó fyrst á Arnheiðarstöðum. Mikill samgang-
ur er jafnan milli Fljótsdals og Jökuldals um Fljótsdalsheiði og séra
16
MÚLAÞING