Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Qupperneq 21
Einmitt af iiinu, að hún er komin frá hreppsómaganum. kannske
sem blóðpeningur af hans hendi, er hún í lausum skrúfum á Hákon-
arstöðum og lendir auðveldlega yfir Fljótsdalsheiði.
Pétur Jökull dó 1853 og bjuggu þrír synir hans eftir hann á Há-
konarstöðum. Meðal þeirra var Pétur Jökull yngri. Pétri varð óhæg
sambúð við konu sína og skildu þau, en hann gerðist laus við á
Hákonarstöðum og kom víða við í ýmsum ævintýrum um Hérað
og Vopnafjörð sem sagnir greina, að vísu nokkuð þjóðtrúarlegar,
sumar hverjar. Virðist hann víðast of stór í sinni persónugjörð í
umhverfi, en því olli frekast Bakkus, sem hann dýrkaði ótæpt. Með
stórsniðunum, og fyrir utan þau, var Pétur hugljúfi í kynnum, fróð-
ur og hagur og hinn mesti nytjamaður, þar sem hann mátti því við
koma. Ekki verður nú rakin slóð hans á þessum faraldsfæti en
spurnir eru af honum í alllangri dvöl á Geirólfsstöðum í Skriðdal
um 1870. Þar var þá faðir minn í uppvexti og blés hjá honum belg
i smiðju, eins og sveinninn hjá sverðasmiðnum í kvæði Gríms. Að
lokum fór hann til Ameríku. Pétur hefur, þeim bræðrum öðrum
fremur, talið sig eiga lilkall til bókarinnar þar sem hann hafði af-
ritað hana.
Marteinn hét maður, sonur Jóns hreppstjóra Marteinssonar á
Keldhólum á Völlum. Hann fór síðar til Ameríku og var faðir séra
Runólfs í Vesturheimi. Hann var bróðir Málfríðar móðurmóður
minnar, en ég heiti Benedikt. Marteinn lærði gullsmíði í Kaup-
mannahöfn, og hvernig sem það hefur borið til, þá eignast Marteinn
bókina og nafn er skrifað á hana og ártalið 1861. Pétur mun hafa
látið hann fá bókina, en Marteinn ætlað að nota upphafsstafi í
henni til fyrirmyndar ágreftri í silfursmíði. Marteinn mun hafa,
ems og aðrir Islendingar á þessum tíma, átt Jóni Sigurðssyni gott
að gjalda og honum sendir hann bókina, en Jón skírir hana Hákon-
arstaðabók. Nú hefur hún komið til íslands aftur og er í Lands-
bókasafni í Reykjavík. Halldór Stefánsson fyrr alþingismaður
vakti athygli á henni með grein í Lesbók Morgunblaðsins á þessu
ari, 1960, og er til þeirrar greinar að rekja það, sem hér hefur orð-
ið að athugunarefni og því sem segir við næsta tækifæri.
múlaþing
19