Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Síða 34
Verður nú ekki komizt hjá að athuga það af þessu, er nú var
sagt, og hinu er fyrr var vikið á - og síðan því sem enn getur um
kvensama menn, að það hefðu nú kannske fleiri prestar en séra
Stefán Árnason talið, að þessari bók væri ofaukið í guðs kristni á
jörðinni, og er það þó lítil afsökun, þegar á allt er litið sem hér er
um að ræða, en gildir þó frá sínu sjónarmiði.
Á blaðsíðu 166 byrjar ritgerð um mannsins eðli, mannsins sköp-
un, náttúru og yfirlit. í þeim kafla er talað um drauma og drauma-
ráðningar og allmargt af því tagi tilfært. Eitthvað hefur menn
dreymt öðruvísi þá en nú: Að sjá eða tilbiðja Krist þýðir gleði.
Að sjá Krist ganga þýðir huggun. Að heyra Krist tala þýðir for-
líkun. Nú eru draumar og eðli þeirra undir raunvísindasmásj ánni,
en lítil niðurstaðan, og í draumaráðningum nútímans ekki gert ráð
fyrir að menn dreymi slíkt sem þetta. Þá var mikið hugsað um Krist
og menn dreymdi Krist. Nú virðast menn hugsa minna um Krist og
heldur ekki dreyma hann, og er þó ekki gott að segja hvað höfð-
ingjana dreymir, en frekast dreymir þá náttúrlega fyrir gleði og
huggun og svo auðvitað forlíkun, og þurfa ekki að ráða drauma
sína. En af þessu virðist mega álykta, að draumalífið sé nátengt
hugsanalífinu og hafa margir haldið, að svo mundi vera, þótt þetta
mál sé víðtækara en svo, að draumaráðningakerfi nái yfir það.
Draumaráðningar þessar ná yfir 5 blaðsíður, og þegar þeim sleppir
er skrifað undir: Endir, með stórum settletursstöfum og ófimlega
gert, svo þetta hefur verið skrifað seinna.
Á blaðsíðu 178 er ritgjörð um líf og dauða, stutt. Á blaðsíðu
182 byrjar svo ein höfuðritgerð bókarinnar, um hvali og nær til
blaðsíðu 210, eða samtals 28 blaðsíður. Heitir ritgerðin: Um hval-
fiskakynin í hafinu við Island og Grœnland. Eru hér dregin upp,
og nokkuð í litum, mörg hvalfiskaafbrigði og tilgreind lengd þeirra,
sagt frá háttum þeirra og tilgreind þau not, sem höfð eru af þessum
stórfiskum. Er þar sagt, að steypireyðin sé mestur nytjahvalur, og er
þar sögð sagan af því er Björn Jórsalafari varð sæhafa til Græn-
lands, að þá rak þar uppi reyði með skutli í, er bar merki Olafs
bónda í Æðey, og sýnir að Islendingar hafa reynt að veiða hval-
ina í rúmsjó, en nú var það aflagt. Er þessi saga fræg og víða
getið, og efalaust í upphafi komin frá Jóni lærða. Þarna er dregin
32
MÚLAÞING