Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 38
bókinni eða ekki. Ég hygg samt, að það sé með annarri hendi
gert. Er hér komið á blaðsíðu 255.
Má nú segja, að algerlega skipti um efni bókarinnar. Að þessu hef-
ur eingöngu verið að ræða um íslenzkt efni, íslenzk fræði, íslenzk vís-
indi í sínum þrönga þekkingarstakki, frá okkar nútímamanna sjón-
armiði, en í skæru gáfnaljósi um hugmyndaheiminn, sem unnið og
lifað er í. Allir tímar hafa sín raunvísindi, en á þessum tímum eru
þau fábrotin og hindurvitnakennd að mati okkar nútímamanna, sem
þykjumst vera miklir raunvísindamenn en lifum þó í allskonar
hindurvitnum og tregðu um sannleikann, og ýmislegt af okkar virðu-
legu raunvísindum á eftir að verða til aðhláturs fyrir dómstóli
hinna nýju tíma; sumt fyrr, annað síðar. Af þessum anda hefur
bókin verið trúlega unnin sem íslenzk vísindi og það er ekki trúlegt
að upphaflega hafi hún náð lengra, enda orðin mikil bók, er hér
er komið. En tilhneigingin til að stækka bækurnar hefur alltaf fylgt
þjóðinni og þessi bók hefur orðið fyrir þeim örlögum, því nú byrj-
ar útlent efni, sem að vísu gæti orðið þjóðlegur lærdómur á Is-
landi, og hefur orðið það en í káki einu, sem þessi fræði ef til vill
byggjast á. En hér byrjar ritgerð um handarlínulistina, sem virðist
vera íslenzk útlegging. Er kafli þessi eftir dr. Ruðólf Galen til
Marburg, en þýðinguna gerði Sigurður Jónsson prestur, um stund
í Yatnsfirði, og er þýðingin árfærð 1656. Nær þessi kafli á blað-
síðu 276 og byrjar strax þýdd ritgerð eftir sama mann, sem prentuð
hafði verið 1621, og mun það vera sú ritgerð sem kallast Physiog-
nomia og hefur víða verið til í handritum en líklega aldrei prentuð.
Heitir ritgerðin Þekking mannsins og byrjar á höfuðhárunum og
skilur víst lítið eftir. Kynnti ég mér þetta lítið, því ef hægt er að
tala um hindurvitni í þjóðfræðum Islendinga þá hef ég ekki trú á
þessu til umbóta. Undir ritgerðina hefur nú samt einhver bætt við:
„Endir á þessu ágæta riti. Búið.“
Á blaðsíðu 298 byrjar svo: Stutt undirvísun þeirrar höfuðlistar,
Chiromantía, (handarlínufræðin) sem er spádómur og skoðun
handarinnar hvar af sést hvers manns eðli og náttúra hvernig hún
er. Fylgir hér fjöldi mynda (uppdrátta) og í tölum talið frá 1-117.
Nær það til blaðsíðu 334, en þá byrjar Chiromafía, og tilheyrir
þetta allt sömu fræðigreininni. Nær þetta á blaðsíðu 368. Þá segir
36
MÚLAÞING