Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 47
þingum. Nikulás eignaðist síðan Eiða og selur þá systursyni sínum,
Þorsteini presti Jónssyni á Svalbarði, árið 1668. Nikulás var mikil-
hæfur maður og það eru ekki líkur á öðru en hann kynnist Jóni
lærða, og hann var líka í þeim ástæðum, eins og sagt er, að hann
hefði getað styrkt Jón í sinni fátækt og umkomuleysi á síðustu árum
hans, og af þeim sökum hafi Jón talið, að hjá honum væri bókin
vel komin. Nikulás átti mörg börn en ekkert af þeim lærði skóla-
lærdóm nema séra Einar, svo eðlilegt var að bókin gengi til hans
eftir Nikulás.
Afkomendur Jóns lærða virðast ekki hirða um fræði eða störf
hans, minnsta kosti er þeirra ekki getið við slíkt.
Ef þetta væri rétt, sem nú að líkum hefur sagt verið, fer það að
verða skiljanlegt, að séra Einar galdrameistari sé látinn í friði á
galdrabrennuöld, ef hann byggir galdra sína á bók sem búið var að
dæma, að ekki væri galdrabók og því friðhelg í landinu, eins og
var með galdrabók Jóns lærða. Tæpast er önnur skýring á þeirri
sögulegu staðreynd, því ekki hefur bókinni verið haldið leyndri ef
séra Einar hefur haldið skóla í fræðum hennar, og af bókinni, henn-
ar snilld og vísdómi, fær hann sitt fræga kenniheiti. Jón prestur
greipaglennir virðist hafa aftur á móti lítt flíkað henni, fyrst hún
duldist Árna Magnússyni.
Nú er margt ár síðan bókin kom til Islands aftur. Samt hefur
henni í engu verið skeytt, fyrr en á síðasta sumri af öldruðum al-
þýðufræðimanni, sem sagt var og þó mun þetta vera eina bókin á
Íslandi, þar sem skrifast írarúnir - og áreiðanlega að stofni til sú
bók, sem íslendingar hafa séð mikið eftir að skuli hafa glatazt,
þjóðfræðabók Jóns lærða. Ég held það hafi ekki verið snauð hjón,
sem komu norðan um Haugsfjöll til Vopnafjarðar vorið 1775.
mulaþing
45