Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 64
ins og var einnig fest í reiðaólina, sem áður var minnzt á. Þessi ól
var mjög gagnleg, þegar farið var undan brekkr, eíns og gefur að
skilj a.
Hér skýt ég því inn, að önnur gerð aktygja var einnig til og í
æsku heyrði ég þá gerð kallaða viðrini. A þeirri gerð var enginn
reiði, eða reiðaól og heldur engin kraftól, en svo heyrði ég ólina
kallaða, sem lá aftur fyrir rass hestsins. Þessa ól heyrði ég einnig
kallaða viðhaldsól. Þessi síðarnefnda aktygjagerð var vel nothæf á
sléttlendi, en ekki hefði hún dugað í ferðalag okkar Grána.
Næsti áfangi, frá Egilsstöðum þvert norður yfir Hróarstungu að
Fossvöllum í Jökulsárhlíð, gekk einnig allvel og þennan áfanga
hafði ég nokkuð af dóti í kerrunni. En nú fór gamanið að grána
fyrir okkur Grána, því að næsti áfangi var að komast yfir Smjör-
vatnsheiði, hálendan og illræmdan heiðar-illviðrisrass á milli Fljóts-
dalshéraðs og Vopnafjarðar.
Hér hafði ég orð á því við verkstjórann, að ég þyrfti helzt að fá
mann með mér yfir heiðina, því ég hafði farið yfir hana tveim
árum áður og mundi vel eftir nokkrum stöðum, sem mér þóttu
ekki árennilegir. Verkstjórinn leit seinlega við mér, hann var aldrei
flasgjarn eða orðmargur, og sagði þó óvenjulega snöggt: „Hvaða
helvítis kjaftæði er þetta drengur, hundastu af stað.“
„Farðu bölvaður,“ hugsaði ég, „það skal ekki verða ég, sem fer
fram á hjálp í annað sinn.“ Ég skýt því hér inn, að síðar í ferðinni
gat ég borgað fyrir mig. Það var norður á Haugsfjallgarði. Leið
okkar Grána lá þar alveg með símalínunni. Verkstjórinn var þar
uppi í staur og vantaði kúlu, sem hann hafði ekki séð frá jörðu, að
var brotin. „Kastaðu upp til mín einni kúlu Halli,“ sagði hann. Ég
leit upp og svaraði: „Hvaða helvítis kjaftæði er þetta maður?
Hundastu eftir henni sjálfur.“ Tröllahlátur glumdi við og verkstjór-
inn lagði af stað niður eftir kúlunni.
En snúum aftur til Smjörvatnsheiðar, sem þá var ósigruð af
öðru eins tækniundri og kerran var í þá daga. Þegar ég var að
búast af stað, vindur sér að mér snaggaralegur maður og segir í
hálfum hljóðum, því fleiri voru nærri:
„Það er víst ekki til nokkurs að gefa þér góð ráð.“ „Ekki skil ég
í því, að þau skaði,“ svaraði ég.
62
MÚLAÞING