Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 69
viðra þig upp við giftar konur,“ sagði hann. „Ég sá ekki betur en
þú dansaðir bara við giftar konur í dag.“
„Og ég sá nu ekki betur en þú sætir á rassgatinu og dansaðir
ekki neitt,“ sagði ég hortugur. „Æ, haltu nú saman á þér helvítis
kjaftinum og farðu að sofa.“ Og ég fór að sofa.
Næsta dag vorum við ferjaðir yfir Jökulsá á Fjöllum, mesta for-
aðsvatnsfall. Þá varð að skrúfa alla kerruna í sundur og ferja hana
yfir ána í smáhlutum. Ég var hræddur við þetta vatnsfall og þver-
neitaði að vera í ferjunni með kerrunni. En þegar átti að sund-
leggja hestana á þann hátt, að hafa þá einn og einn aftan í ferjunni,
fór ég fram á að halda í tauminn á Grána mínum. Ég fékk það og
við Gráni komumst heilu og höldnu yfir. En þegar við stóðum á
vesturbakkanum og Gráni minn hríðskalf eftir sundið í ísköldu
j ökulvatninu, grét ég af meðaumkun og reyndi að þurrka hann með
strigapoka. Ef til vill hefur Grána þótt þetta óþarfa viðkvæmni, því
að hann bara hristi sig duglega og jökulvatnið úr skrokki hans hrísl-
aðist yfir mig. Og skammt er öfganna á milli. Nú bölvaði ég Grána
fyrir þetta óþokkabragð, en Gráni glotti.
Ferðin yfir Mývatnsöræfi gekk vel; vitanlega skrykkjótt, en gekk
þó. Ég man eftir sólskini og blíðviðri á þessari leið og raunar alla
leiðina frá Grímsstöðum til Akureyrar. Við komumst að Reykja-
hlíð við Mývatn áfallalítið. Þaðan lá leiðin ofan yfir Hólssand að
Hólum í Laxárdal, yfir Laxá í Þingeyjarsýslu og yfir hálsinn á
milli Laxárdals og Reykjadals.
Ég var einn á ferð ofan yfir Hólssand. Það gekk allvel þangað til
ég kom á brún Laxárdals. Ofan í hann voru brattar brekkur og
klettahjallar. Og niður þessar brekkur og hjalla varð ég þrisvar að
taka í sundur kerruna, bera hluta hennar, eða draga eins og það
var nú þægilegt. Ekki var þetta nú sérlega sögulegt nema á efsta
hjallanum. Mér gekk vel niður með kassann og kassagrindina, en
þegar kom að hjólunum vandaðist málið.
I Smjörvatnsheiði hafði ég skrönglazt niður með þau, án þess
að taka hjólastellið í sundur. Og þetta reyndi ég nú enn og bar mig
að þessu á þann hátt, að ég gekk aftur á bak niður brattann eins og
áður hafði tekizt. En nú vildi svo til, að ég rak annan hælinn í
stein, féll aftur yfir mig, missti tökin á öxlinum og hjólastellið fór
múlaþing
67