Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 73
þekkur, viðmótsþýður maður og spyr, hvort eitthvað sé að mér. Ég
man það, að ég leit í kringum mig og sá þá eitthvað, sem ég kann-
aðist í bili ekki við, en sá þó, er ég var að burðast við að hugsa,
að mundi vera bíll.
Ég reyndi að svara, en allt sem ég reyndi að segja kom á aftur-
fótunum út úr mér, sem sagt tóm vitleysa. En bílstjórinn, óvenju-
lega skynugur maður, eins og raunar flestir Þingeyingar eru — ég
er að þrem fjórðu hlutum Þingeyingur - hafði séð símamannatjöld
fyrir neðan Ytra-Fjall, og ályktaði réttilega, að ég væri á leið
þangað, tók mig upp í bíl sinn, sneri við og keyrði mig út að
tjöldunum við Ytra-Fjall.
Ekki var ég ánægður með að skilja Grána minn eftir, reyndi sí-
fellt að horfa til baka og segja eitthvað, en það sat við það sama,
ég gat ekkert sagt, sem skildist.
Gvendur kokkur tók á móti mér, gaf mér að éta og sagði mér að
liggja kyrr, hann skyldi sækja Grána. Þá róaðist ég og sofnaði.
Um kvöldið og nóttina náði ég mér að mestu og var að kalla
jafngóður daginn eftir. En þessi spotti frá Syðra- að Ytra-Fjalli var
eini spölurinn, sem við Gráni minn fórum ekki saman frá Seyðis-
firði til Akureyrar.
Bílstjórinn, sem hjálpaði mér, hét Sigurður Kristjánsson og áttum
við eftir að hittast síðar og verða góðir kunningjar. Að áliti lækna
mun ég hafa fengið snert af sólsting.
Daginn eftir var haldið áfram, tjaldstaður var ákveðinn í Saltvík,
skammt fyrir sunnan Húsavík. Þennan dag vorum við Gvendur
kokkur samferða, aldrei slíku vant, hefur e. t. v. verið talið vissara
vegna lasleika míns daginn áður. Er við komum út að Laxamýri, en
þar bjó þá og lengi síðan, stórbóndinn Jón Þorbergsson, stakk kokk-
urinn við fótum og vildi að við hittum Jón hónda og keyptum af
honum reyktan lax okkur til munngætis. Ég lét hann auðvitað ráða
og fór með honum heim. Við keyptum þarna sinn laxinn hvor, kokk-
urnin einn lax á 10 kr. (10 kg á eina krónu kg) og ég annan á 7 kr.
A leiðinni út yfir Laxamýrarleitið fór ég að hugsa um, hvílíkur
spandans þetta væri nú, og er ég ber saman daglaun mín nú og þá,
er ekki fjarri lagi, að ég hefði gefið kr. 1500 fyrir lax af þessari
Múlaþing
71