Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 79
Sr. Sigurður Þorsteinsson kemur fyrst við skjöl árið 1524 og er
þá prestur, talinn fyrst að Möðruvöllum í Hörgárdal, en síðan að-
stoðarprestur sr. Sigurðar á Grenjaðarstað, eins og sagt hefur verið
hér að framan, og bjó þá að Hrauni í Aðalreykjadal f. 1502. Síðar
varð hann prestur að Stað í Köldukinn.
Ungur tók Einar að nema hjá föður sínum, og segir hann sjálfur
í 17. erindi Ævisöguflokksins:
„Sigurður prestur
sjálfur kenndi
Einari litla
allt hvað kunni.“
En þegar hann var 12 vetra var honum komið fyrir í Möðruvalla-
klaustri hjá sr. Birni Gíslasyni. Dvaldi hann þar einn vetur og nam:
„allar tíðir
og menntir þær
sem munkar kenndu.“
Árið 1552 eða ’53, þegar skóli var stofnaður að Hólum, fór Ein-
ar þangað til náms, en svo var faðir hans þá fátækur, að hann varð
að leggja á sig að taka að sér prestsþjónustu úti í Grímsey, til þess
að geta kostað son sinn í skóla. Segir sr. Einar svo um það í 30. er-
indi áðurnefnds kvæðis:
„Faðir Einars þá fullur dáða
vann það til með vilja góðum,
út í Grímsey að gefast til vista,
svo Einar sonur hans öðlaðist skóla.“
Ekki eru allar heimildir sammála um það, hvaða ár sr. Einar
hafi hafið skólagöngu sína. Nokkrar þeirra telja, að það hafi verið
árið 1553.
Aðrar heimildir segja það aftur á móti árið 1552. Sjálfur nefnir
sr. Einar ekkert ártal þessu viðvíkjandi, aðeins segist hann hafa
stundað nám að Hólum í fimm vetur, og þar sem öllum ber saman
um, að hann hafi útskrifazt úr skólanum árið 1557, virðist senni-
Mulaþing
77