Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 81
vísu tekjulítið brauð, en þar fékk hann þó fastan samastað fyrir sig
og sína, og hlunnindi voru þar nokkur í veiði.
í ísl. æviskrám I. segir P. E. Ó., að um þessar mundir hafi sr.
Einar verið mjög fátækur, og hafi hann jafnvel fengið styrk af fé
til þurfandi presta.
Prófastur var hann í Þingeyjarþingi frá árinu 1572 að telja. En
nú varð sr. Einar fyrir fyrsta teljandi áfallinu í lífi sínu; konan
hans, sem harizt hafði með honum og staðið við hlið hans í erfið-
leikum og mótlæti, lézt árið 1568. Er hún sögð þá fjörutíu og fjögra
ára gömul, eða 14-15 árum eldri en sr. Einar. Harmi sínum og
söknuði lýsir hann svo í 47. er. Æviflokksins:
„Bæði súrt og sætt segi ég hann reyndi
allan fyrri part ævi sinnar.
Neyð er mest að missa konu
elskulega frá ungum börnum.“
Höfðu þau eignazt átta börn, en af þeim komust ekki af bernsku-
skeiði nema tvö eða þrjú, en hvort heldur var, ber ekki heimildum
saman um. A nokkrum stöðum eru þau sögð þrjú: Oddur, Sigurður
og Secilía, og sjálfur segir hann svo vera. Annars staðar eru þau
aðeins sögð tvö: Oddur og Sigurður.
En þegar neyðin er stærst, þá er oft hjálpin næst, og var svo í
þetta skipti. Þegar sr. Einar var í sárum eftir missinn og barðist í
bökkum, veitti forsjónin honum trygga og hjálpsama vini: „Góða
vini guð uppvakti,“ segir hann sjálfur og nefnir þar fyrst Jón Orms-
son (Jónssonar kolls) á Einarsstöðum og konu hans, Þórunni Gísla-
dóttur.
Fór svo að árið 1569 gekk hann að eiga Ólöfu Þórarinsdóttur,
bróðurdóttur Þórunnar. Var hún dóttir Þórarins, sem kallaður var
Laga-Þórarinn, Gíslasonar úr Húnavatnsþingi, og talin aðeins tví-
tug, er hún giftist sr. Einari. Segir sr. Einar, að þá hafi komizt í lag
„sú höndin hægri,
börnin fengu þá
fósturmóður.“
múlaþing
79