Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 89
og tuttugu sálir“ (140). Dr. Jón Þorkelsson segir: „Einar átti, er
hann lézt, yfir hundrað afkomendur, og árið 1694 voru 36 prestar
lifandi af honum komnir.“ Og loks segir eitt handrit (Lbs. 1432
4to): „Arið sem hann dó, voru niðjar hans hundrað, en árið 1694
voru þrjátíu og sex prestar af honum komnir.“
Skulu þessi dæmi látin nægja að sinni.
Var þá lokið langri og, að sumu leyti, erfiðri ævi skáldsins og
kennimannsins frá Heydölum. Ekki hafði lífið alltaf sýnt honum
sínar björtustu hliðar; oftar barning en blíðuhót. Ekki hafði veg-
ur hans alltaf verið ruddur, og sjaldnast hafði honum hlotnazt með-
vindur og hægur byr um ævina. Sár fátækt hafði lamað hann, ást-
vinamissir hafði beygt hann, og á hrakningum hafði hann mæðzt
og lúizt; en í gegnum allt stríðið, hafði honum tekizt að verja
hjarta sitt fyrir kulda og hatri til guðs og manna.
í gegnum mótlæti, fátækt, já, jafnvel konu- og barnamissi, sá hann
ráðstafanir þess guðs, er hann trúði á og treysti; og fullviss þess,
að ráðstafanir hans yrðu bæði sér og öðrum til blessunar, þótt sár-
ar reyndust í bili, gat hann í bjarma kvöldroðans, frá hnígandi sól
hinzta ævidags, flutt guði sínum lofsöngva, þakkarstef og bænaljóð,
svo að síðustu ómar hörpunnar, áður en hún brast, hljómuðu guði
til dýrðar. Enn í dag lifa þessi ljóð, og það eru einmitt þau, sem nú
eru fegurstu bautasteinar skáldsins frá Heydölum, og láta nafn
þess ekki falla í gleymsku, svo lengi sem þjóð hans ann fögru rími
og fleygum hendingum.
II.
Nú eru liðnar rúmar þrjár aldir síðan sr. Einar Sigurðsson frá
Heydölum lézt.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sævar og margt skolazt burt
með því. Nöfn og ártöl hafa gleymzt, ritaður bókstafur hefur máðst
út og horfið, mannlegar athafnir og verk hafa eyðzt og ónýtzt, svo
sem öll afköst dauðlegra manna. Þessi máttur eyðingar og gleymsku
hefur, að nokkru, dregið hulu yfir verk skáldsins frá Heydölum,
ruglað þau, brenglað og grafið í skauti liðins tíma, og er þá sér-
staklega átt við það, sem hann hefur samið í óbundnu máli.
Nú er svo komið, og er slíkt ógæfa mikil, að með öllu er ókunn-
múlaþing 87