Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Síða 93
Hvergi felur hann hugsanir sínar í myrkviði torskilinna kenn-
inga, hvergi sjást hjá honum hálfdönsk orðskrípi eða málleysur,
þegar hann þekkir annað betra, og orðaröð og rím eru víða svo
leikandi létt, að sumt af kvæðum hans hefði eins getað verið ort nú
á árinu 1952,1 eins og fyrir þremur öldum. Tökum t. d. annað er-
indi í kvæði hans, til lesenda sinna:
„Heilagur andi hvert eitt sinn
hefur það kennt mér bróðir minn;
lífsins krydd ef lítið finn
að læsa það ekki í kistur inn.“
Raunar er allt þetta ljóð jafn létt kveðið. Hér er ekki farið langt
í leit að orðum, og þau eru hvorki útlendar slettur né torskilin,
heldur eru þau tekin úr daglegu máli almennings, ljósu máli og ein-
földu, sem allir skilja. Og höfundur klæðir þau svo í léttan búning
ríms og háttar.
Sama mætti segja um t. d. vísur, eins og þessa, sem er fyrsta er-
indi úr Guðspjallavísum af skipinu Christi:
„Ekki færi ég eldri mönnum óðinn þenna,
börnunum þykir mér bezt að kenna,
sem böguna hverja læra nenna.“
Ég held að varla verði ort vísa léttari eða ljósari. Gullfallegt
kvæði, gætt báðum þessum einkennum, sem ég nefndi áðan, er
kvæðið „Hugbót“.
1. erindi: „Herra Jesús hreinn og trúr
í hjarta byggi mínu,
svo hrynja mætti af hvörmum skúr
með heitri ástarlínu,
svo burtu flýi syndin súr
fyrir sætu orði þínu,
svo gleðjist sál í holdi hér,
himnafaðirinn gefi það mér
ég forðist fár og pínu.
1 Ritgerðin er samin 1952.
MULAÞING
91