Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 94
14. erindi Guð, vor faðir, skjöldur og skjól,
skaparinn allra kinda;
þú, sem gerðir heimsins hjól,
hafið sem loft og vinda,
lætur skína líknarsól
að lýsa heiminn blinda;
bið ég fyrir Jesú blíða náð
blessan þína og guðlegt ráð
frá háska oss öllum hrinda.“
Kvæðið „Guðspjallavísur af þrefaldri freistni“ er einnig ríkulega
gætt sama léttleikanum og einfaldri túlkun.
1. erindi: „Vakið þér upp, sem viljið heita
að vísu góðir, kristnir menn.
Daglegt stríð vér þurfum þreyta
við þann hinn grimma Satan enn.
Jesús vill oss læknis leita,
líknarráðin gefur út þrenn.“
Sérstakt kvæði í sinni röð er: „Samtal og ágreiningur líkama og
sálar“. Deila þau þar, líkaminn og sálin. Líkaminn vill njóta þessa
heims gæða og unaðssemda, hugsa aðeins um líðandi stund og láta
framtíðina eiga sig, en sálin vill afneita stundargleði, vanda líferni
og breytni, minnug þess að dómurinn kemur:
„Líkaminn segir: Þó girndargrein
gjöri mér lengi nokkurt mein,
þá veit ég að engin iðran hrein
of mjög verður í lífi sein.
Sálin mælir: Eg sagði þér
að sviplega margra andlát sker.
Ovart dauðinn að öllu fer.
Iðran sein flestum brigðul er.“
Kvæði þetta hefur að geyma áminningar og hollar lífsreglur
handa öllum mönnum, klæddar í léttan og skáldlegan líkingabún-
ing, einskonar dæmisaga í ljóðum.
Sr. Einar mun vera eitt fyrsta skáld íslenzkt, sem yrkir ættjarðar-
92 MÚLAÞING