Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 95
kvæði, og tekur Páll Eggert Ólason svo djúpt í árinni, að hann
segir, að sr. Einar sé fyrsti íslendingur, sem ort hafi slíkt kvæði.
Um þessa fullyrðingu má deila; kynni manni jafnvel að koma í
hug vísa Jóns biskups Arasonar: „Undarlegt er ísland“. Persónu-
lega finnst mér hægt að kalla það erindi vísi til ættjarðarljóðs, og
það hefur fyrr orðið til, en kvæði sr. Einars. En allt fyrir það, þá
mun sr. Einar hafa verið með þeim fyrstu, sem slíkt ortu, og áreið-
anlega fyrstur, í hinum nýja sið að yrkja ættjarðarljóð, en það er:
„Vísnaflokkur um íslands gæði“.
Kvæði þetta er langt og efnismikið, fjörutíu og fjögur erindi.
Kvæðið hefst, eins og svo mörg kvæði önnur hjá sr. Einari, á
innilegri bæn til hinna himnesku máttarvalda, um styrk og aðstoð:
„Heilagan anda hjartað mitt
af himnum bið ég nú fræða,
að mildiverkið mætti þitt
fyrir mönnum gerla ræða.“ e. ct.
Harmar skáldið þá staðreynd, að mörg börn þessa lands finni
því mikið og margt til foráttu, en engin þeirra tali um gæði þess.
(4. erindi) Þó finnur hann, að margt gott hefur landið að bjóða:
„Hér skortir ekki á ísaláð
kost eða nóg til klæða.“ (6. erindi).
Bendir hann á, að Island standi framarlega í trúarumbótum, og
sýnir fram á að:
„ísland ber nú langt af þeim,
sem vefjast villublandi.“ (7. er.)
Fleiri kosti og framfarir finnur hann landi sínu til hróss:
„Vor betrast hagur í hverri grein,
hér eru listir fleiri;
lærðir menn á handverk hrein
hafa nú vizku meiri;
vísnasmíð er íþrótt ein;
eykst það, ég nú heyri.“ (19. er.)
En skáldið finnur sárt til ódugnaðar og leti landsmanna og telur
fátæktina þaðan stafa, því að:
MÚLAÞING
93