Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 100
1
og einfaldi búningur þeirra, og hin bjarta trú höfundar og vissa
hans um náð og mildi GuSs.
Að lokum má nefna: „Einn huggunarsamlegan bænarsálm til
trúarstyrkingar í stórum mannraunum“. Er þessi sálmur mjög þrótt-
mikill í hugsun og hetjulega kveðinn, eins og sjá má þegar á fyrsta
erindinu, en alls er hann 8 vers:
„Herra Jesú, þitt heilagt nafn
af hjarta ég nú ákalla,
er þér að krafti enginn jafn,
aldrei kann stjórn þín falla.
Djöfulsins illskan öll
ætlar oss skaöaföll,
vér óttumst ei hann hót
ertu þess vörn í mót,
ei má því á oss halla.“
Manni finnst að sr. Einar hljóti að hafa lesið sálm Luthers:
„Vor guð er borg á bjargi traust“, þegar liann orti sinn, því svo
mikið er skylt með þeim. Lítum t. d. á fyrsta versið hjá Luther, í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar:
„Vor guð er borg á bjargi traust
hið bezta sverð og verja,
hans armi studdir óttalaust
vér árás þolum hverja.
Nú geyst - því gramur er -
hinn gamli óvin fer,
hans vald er vonzku nægð,
hans vopn er grimmd og slægð,
á oss hann hyggst að herja.“
Og annað erindi þessu líkt:
„Með eigin kröftum enginn verst,
þó eitt má frelsun valda:
Hinn rétti maður með oss berst,
er mannkyns skuld réð gjalda.
98
MÚLAÞING