Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 103
„Kvæði þetta, sem ekki hefur áður prentað verið, er í mörgum af-
skriftum, en frumrit þess fyrir löngu glatað . . . Ber afskriftum þess-
um víða all mjög á milli, í einstökum atriðum, þótt um verulegar
efnisbreytingar sé óvíða að ræða . . . Við samanburð á afskriftum
sést, að engin þeirra hefur þá yfirburði, að hún hafi getað orðið
lögð til grundvallar við prentunina, því að þótt einhver þeirra virð-
ist réttari en önnur, í fljótu bragði, þá kemur í ljós, að það er að-
eins í einstöku atriði, en annars lakari.
Þess vegna hefur ekki verið unnt að taka eina afskrift til að
byggja á, heldur hefur orðið að fara þann meðalveg að velja úr
hinum ýmsu afskriftum, það er sennilegast hefur þótt og samkvæm-
ast hugsunarhætti höfundarins“ . ..
Svo segir Hannes Þorsteinsson.
Er svo Ævisöguflokkurinn birtur í Bl. I á eftir þessu forspjalli
og er hann þar 215 erindi. Mun ég leggja þessa útgáfu kvæðisins til
grundvallar, er ég nú ber saman hinar ósamhljóða afskriftir og rugl-
uðu handrit, sem hafa að geyma þetta mjög svo merkilega kvæði
sr. Einars Sigurðssonar.
I Blöndu er 4. erindi kvæðisins á þessa leið:
„Frá hingaðburði
herrans Christi
þá var liðið
eitt þúsund ára,
fimm hundruð
og fjörutíu,
tveimur færra
talið með réttu.“
Mörg handrit hafa sjöunda vísuorðið hinsvegar þannig: „tveim-
ur fleira". í afskrift J. B. 461 4to vantar erindið.
1 Blöndu er 13. erindið haft þannig:
„Um ætt Finnboga
einn karl spáði,
að frábæra mundi
fátækt líða,
múlaþing
101