Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 107
„Mjög aldraðar
mæður báðar,
huggóðar
hjá henni voru.“
Ein afskriftin hefur: „Mjög angraðar mæður báðar.“ Og í ann-
arri afskrift stendur: „Mjög aldraðar mæður beggja.“
I Blöndu I eru þessi þrjú erindi 58, 59 og 60.
58. er. „Oddur og Sigurður bræður báðir,
höfðu þá verið við Hólaskóla,
bneigðir bóknám bezt stunda
svo Einari varð það oft til gleði.
59. er. Félítill, þó fylgdi lukka,
fór Oddur í útlandsskóla,
ástundan og iðkun góða
hann hafði jafnan, því heill nam fylgja.
60. er. fJt kom Oddur hinn auðnusæli
úr útlandsskóla aftur hingað,
móðurlandsást þar mest til knúði,
því ættarbót hann átti að verða.“
Þessi erindi vantar í öll handrit, nema eitt hefur erindi 58 og 59.
Annað hefur erindin 58 og 59 á undan 57, en erindi 60 næst á eftir
því.
í Blöndu I og tveimur öðrum afskriftum er 61. erindi svo:
„Tók þó Oddur um tvö ár næstu
við skólaráðum, með skikkan góða,
lærisveinar því lýstu flestir,
að betrast hefði þá barnaaginn.“
Allar afskriftir aðrar hafa „barnaskólinn“ í stað „barnaaginn“.
Víða er 66. erindi haft á þessa leið:
„Herra Guðbrandur hæstu minningar,
af höfuðsmanni, helzt til ráða,
mulaþing
105