Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 108
á Oxárþing kvaddur með æðstu prestum,
biskupskjör þar bezt að vanda.“
En nokkrar afskriftir hafa upphaf erindisins, aftur á móti, á þessa
„Herra Guðbrandur, hæstu minningar,
af höfuðsmanni, rétt til ráða.“
Sumar afskriftir hafa 90. erindi kvæðisins á þennan veg:
„Yngstu börnin öll þá sýktust,
móðirin veik þá mæddist líka,
en óveður á þau dundi
seint á hausttíma í háska stöddum.“
Ein afskrift hefur 3. vísuorð svo: „en veður á þau vondsleg
dundu“.
Upphaf 80. erindis er víða í handritum á þessa leið:
„Mjög var þessi fundurinn frægur,
faðir Guðbrandur fékk þá gleði.“
Aftur á móti hafa nokkur handrit vísuhlutann á þennan veg:
„Mjög var þessi fundurinn frægur,
faðir Guðbrandur drakk þá glaðan.“
Tvær afskriftir hafa upphafið svo:
„Mjög var þessi fundurinn frægur,
faðir Guðbrandur drakk þá glaður.“
Ein afskrift hefur:
„Dýrstur Guðbrandur drakk þá glaðan.“
Sumar afskriftir hafa upphaf 84. erindis á þessa leið: „Drukku
Valete“. Aðrar afskriftir hafa: „Drukku Valet“, en þar sem þetta
er einskisvert atriði, fjölyrði ég ekki frekar um það.
í 88. erindi kallar höfundur sig „orðasmið“. Hannes Þorsteinsson
getur þess í Blöndu I bls. 77, að líklegast sé, að þar hafi í fyrstu
staðið „óðarsmiður“, en ruglast svo með tímanum. Þessi tilgáta
106 MÚLAÞING