Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 121
SIGURÐUR ÓSKAR PÁLSSON
Smáræði um Stjána bláa
og nokkra aðra dánumenn
Það mun hafa verið sumarið 1908, að Stjáni blái, sem þjóð-
frægur er af kvæði Arnar Arnarsonar, var sjómaður á Borgarfirði,
en á þessum tíma sóttu sjómenn að sunnan mikið austur til róðra
á sumrum. Var Stjáni formaður á árabát, er þeir gerðu út bræður
Helgi og Hallgrímur Björnssynir. Hásetar Stjána voru Sunnlend-
ingar tveir, Guðjón nokkur, auknefndur steinbítskj aftur og maður
að nafni Brynjólfur, kallaður Brynji ellegar Brynki, og rámar ýmsa
til, að hann hafi þar að auki borið eitthvert bínefni, svo sem þeir
félagar hans, en hafi svo verið virðist það gleymt og væntanlega
að skaðlausu. Ekki voru þeir fleiri á bátnum og er í frásögum haft,
að Borgfirðingum hafi sýnzt þetta í meira lagi svakaleg skipshöfn.
Kveður Andrés á Nesi sér ríkt í minni, er þeir karlar komu í Nes að
fá leyfi Björns föður hans til að taka krækling í beitu, hversu mjög
sér hafi virzt þetta skuggalegir menn.
Meðal Borgfirðinga mun þó Guðjón steinbítskjaftur hafa orðið
frægastur þeirra félaga, er hann sat úti á Geitavíkurbökkum, og
horfði á þá Halldór á Nesi og Bjarna Jónsson frá Staffelli steyta á
skeri á bát hlöðnum sverði svo að undir þeim hvolfdi og kom-
ast í hann krappan þar skammt undan bökkunum, án þess að hreyfa
legg né lið til hjálpar eða reka upp góf til að láta vita um atburð-
inn.
Ekki löngu síðar hitti Bjarni Guðjón inni í Bakkagerðisþorpi,
heilsaði á hann og þakkaði góðvild og náungakærleik nokkrum vel
völdum orðum. Hinn kvað þeim hefði verið mátulegast að drukkna
MÚlaþing
119