Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 123
sér við orðahnippingar og ýmsan dárskap svo sem lengi hefur verið
lenzka á íslandi og er jafnvel sums staðar enn.
Þá ber eitt sinn svo við á landlegudegi, er bátar stóðu í fjöru, en
sjómenn og aðrir, sem lausir voru við verk að sinni, skemmtu sér
í verzluninni, að Oddur hinn sterki sézt á rjátli á reitnum neðan
við verzlunarhúsið, með nokkuð undarlegu hátterni. Fer hann æ
ofan í æ að tröppunum og skimar inn í búðarganginn, eins og
hann sé að aðgæta hvort óhætt muni nær að ganga, en hrökklast
jafnharðan á brott. Er þessu hefur farið fram eigi allskamma hríð,
vaknar forvitni hjá unglingi, er fylgzt hafði með þessum aðförum
og fær hann sízt skilið, hvað styggi Odd frá búðardyrunum með
þessum hætti. Bregður unglingurinn sér á vettvang og gengur nið-
ur fyrir verzlunarhúsið og lítur inn í ganginn. Sér hann þá hvers
kyns er: Inni í dyrunum stendur Stjáni blái, hallar öxl að dyrastaf
og glottir kalt við Oddi hverju sinni er hann kemur í sjónmál, en
talar þess á milli um öxl sér við þá er inni voru í búðinni.
Ekki vissi sá er á horfði, hvað þeim Oddi hafði farið á milli áð-
ur, eða hvort Stjáni var aðeins að stríða honum, en auðsýnilega
þóttist Oddur einhvers eiga von, og þá ekki hins betra, af Stjána,
reyndi hann að ná inngöngu í húsið.
(Einkum eítir sögn Eyjólfs Hannessonar.)
Tvœr gamlar vísur
Eyktarmörkin öll hér setti
einn af gömlu köllunum.
alls staðar er haft á Hetti
hádegið á Völlunum.
*
Bustarfellið ber við ský
bratt og hátt að framan.
Tröll og álfar eiga í því
ótal brösur saman.
MULAÞING
121